Fleiri fréttir

Eðlilegt að hafa tvöfaldan refsiramma

Lektor í lögum segir að sé vilji til breytinga á fíkniefnalögunum ætti að líta til norskrar og danskrar dómaframkvæmdar. Höfuðpaurarnir í máli hinnar ­hollensku Mirjam náðust ekki þrátt fyrir aðstoð hennar.

Vegagerðin eitrar áfram með Roundup

Ef Vegagerðin á að hætta að nota eiturefnið Roundup til gróðureyðingar þurfa að koma til auknar fjárveitingar frá ríkisvaldinu til viðhalds og tækjakaupa. Hinn kosturinn er að setja umferðaröryggi í annað sætið, segir stofnunin.

Illugi birtir skattframtal

„Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“

Burðardýr sem fari á milli Hollands og Íslands valin vandlega

Hollensk kona sem afplánar ellefu ára dóm fyrir fíkniefnasmygl hingað til lands segir burðardýr valin vandlega til að flytja fíkniefni hingað til lands frá Hollandi. Neyð hennar hafi verið nýtt með skipulegum hætti og farið með hana í prufuferð til að sýna fram á hvað auðvelt væri að smygla efnum milli landanna.

Skipverjar komnir í land

Verið er að tryggja bát sem strandaði við Eyri við Álftanes í morgun á strandstað.

Bændur styrktir til landgræðslu

Ríkissjóður hefur frá hruni veitt rúmar 600 milljónir króna í styrki til bænda til að græða upp eignarlönd þeirra. Samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda, Bændur græða landið, kostaði ríkissjóð um 80 milljónir króna í fyrra.

Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar

Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim.

Einn lögregluþjónn á hverja 2.000 ferðamenn

Þingnefnd taldi árið 2013 að lögreglan á Suðurlandi skyldi hafa 60 manna lögreglulið. Þeir eru 37 í dag. Frá 2007 hefur ferðamönnum á hvern lögregluþjón í landinu fjölgað úr 680 í 2.000.

Lögregla viðurkennir mistök í máli Antoine

Rannsóknir á heimilisofbeldi hafa ekki verið með viðunandi hætti. Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri vill skoða mál Antoine Hrannars Fons sem reyndi ítrekað að kæra alvarlegt heimilisofbeldi án árangurs.

Sjá næstu 50 fréttir