Innlent

Íslandsvinir á níræðisaldri endurheimtu græna kortið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Alice hefur verið búsett í Bandaríkjunum til fjölda ára og því var þetta sérstaklega bagalegt að tapa græna kortinu, en hún þurfti í kjölfarið að gera ráðstafanir vegna heimferðarinnar og seinka henni um nokkra daga.
Alice hefur verið búsett í Bandaríkjunum til fjölda ára og því var þetta sérstaklega bagalegt að tapa græna kortinu, en hún þurfti í kjölfarið að gera ráðstafanir vegna heimferðarinnar og seinka henni um nokkra daga.
Hjónin Alice Charra og Igor Eberstein voru alsæl eftir heimsókn þeirra á lögreglustöðina í gær. Þar endurheimti Alice veski sem hún hafði týnt í miðborginni um síðustu helgi, en í því var að finna peninga, greiðslukort og græna kortið, sem veitir útlendingum í Bandaríkjunum réttindi til búsetu þar í landi.

Alice og Igor eru franskir ríkisborgarar á níræðisaldri. Alice er fyrrum frönskukennari og Igor starfaði hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, um áratugaskeið og hafa þau komið margoft hingað til lands.

Eftir að veskið týndist þurftu þau hjón að seinka heimferð sinni um nokkra daga. Svo heppilega vildi til að heiðarlegur og skilvís borgari fór með veskið á lögreglustöðina í gær og í kjölfarið var haft samband við hjónin. Lögreglan greinir frá því á Facebook-síðu sinni að þau hafi ekki átt von á að fá veskið aftur, hvað þá með öllu innihaldinu ósnertu, og voru skiljanlega himinlifandi með þessi málalok.

Sagan endar þó ekki þar því Alice og Igor vildu ólm láta gott af sér leiða vegna þessa heiðarlega borgara sem skilaði veskinu og ætla í þakklætisskyni að styrkja gott málefni í borginni af því tilefni

Hún Alice Charra, fyrrverandi frönskukennari, var glöð í bragði eftir heimsókn á lögreglustöðina í gær, en þá hafði hún...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 14. október 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×