Innlent

Klippa þurfti bílflak utan af manni eftir veltu af Skeiðavegi

Gissur Sigurðsson skrifar
Fjórir komust út úr bílnum af sjálfsdáðum en allir sluppu ómeiddir.
Fjórir komust út úr bílnum af sjálfsdáðum en allir sluppu ómeiddir. Vísir/Pjetur
Betur fór en á horfðist þegar bíll með fimm manns innanborðs valt út af Skeiðavegi um miðnætti. Fjórir komust út úr bílnum af sjálfsdáðum, en einn var fastur í flakinu.

Slökkvilið var kallað á vettvang á tækjabíl og var flakið klippt utan af manninum, sem reyndist nánast ómeiddur eins og hinir fjórir.

Skyndileg ísing hafði myndast á veginum án þess að ökumaðurinn áttaði sig á því.

Nokkur önnur umferðaróhöpp urðu hér og þar á landinu í gærkvöldi og í nótt, án þess að nokkur meiddist alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×