Innlent

Mikill meirihluti andvígur ókeypis lóðum fyrir trúfélög

Heimir Már Pétursson skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, lýsti því yfir fyrir borgarstjórnarkosningar í fyrra að hún vildi að lóð sem var úthlutað til byggingar mosku í Reykjavík yrði afturkölluð.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, lýsti því yfir fyrir borgarstjórnarkosningar í fyrra að hún vildi að lóð sem var úthlutað til byggingar mosku í Reykjavík yrði afturkölluð. vísir/valli
Um 73% landsmanna eru andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum hjá sveitarfélögum til að byggja hús fyrir söfnuði sína, samkvæmt nýrri könnun MMR. Hins vegar eru 8,1% því fylgjandi. Niðurstöðurnar eru álíka og í sams konar könnunum MMR á undanförnum þremur árum.

Athygli vekur að stuðningurinn við fríar lóðir til trúfélaga er mestur meðal þeirra sem segjast styðja Vinstri hreyfinguna grænt framboð, eða 16,9%.

Til samanburðar sögðust 5,1% þeirra sem segjast kjósa Framsóknarflokkinn og 5,4% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vera fylgjandi því að trúfélögum sé úthlutað ókeypis lóðum hjá sveitafélögum.

986 einstaklingar svöruðu könnuninni sem var framkvæmd um miðjan september.

Nánar um könnun MMR hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×