Sjáðu stuttmyndina sem framhaldsskólanemar landsins horfa á í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2015 12:07 Skjáskot úr myndinni sem hægt er að horfa á neðst í fréttinni. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot en markmið þess er að vekja athygli á viðvarandi úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Stuttmyndin Heilabrot var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís að viðstöddu margmenni og er í hádeginu í dag sýnd í framhaldsskólum víða um land. Hægt er að horfa á myndina neðst í fréttinni.Varaformaður ungmennaráðsins ritar pistil af því tilefni í Fréttablaðið í dag. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. „Úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi veldur því að mörg börn eru á biðlistum eftir greiningu og hjálp í ótrúlega langan tíma – allt upp í tvö til þrjú ár. Það er hlutfallslega mjög langur tími í lífi barns. Með því að gera ekkert verður líðan barna margfalt verri en hún þyrfti að vera,“ segir Sara Líf Sigsteinsdóttir í ungmennaráði UNICEF á Íslandi.#viðerumbrjáluð Tweets „Ef barn fær hjálp strax er hægt að koma í veg fyrir óþarfa vanlíðan og þjáningu. Við myndum aldrei láta fótbrotið barn bíða eftir hjálp,“ segir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, einnig í ungmennaráðinu. Samhliða myndinni stendur ungmennaráðið fyrir táknrænni aðgerð þar sem fólki er boðið að sýna málefninu stuðning með því hringja í númerið 620-9112 og skilja eftir missed call hjá heilbrigðisráðherra, sem ber ábyrgð á þjónustu við börn með geðrænan vanda á Íslandi. Ungmennaráðið mun síðan afhenda ráðherranum símann með ósvöruðu símtölunum til að minna hann á að kalli margra barna um hjálp er ósvarað. Samhliða frumsýningu stuttmyndarinnar í dag hafa stjórnir margra nemendafélaga skipulagt dagskrá þar sem staðan í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna á Íslandi er rædd. Stjórnirnar hafa einnig klæðst bolum merktum átakinu, hvatt nemendur til að skilja eftir missed call til heilbrigðisráðherra og nota hashtöggin #heilabrot, #égerekkitabú og #viðerumbrjáluð á samfélagsmiðlum.##égerekkitabú Tweets Hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáninguÁ mánudaginn tók ungmennaráð UNICEF á Íslandi yfir Twitter-síðu UNICEF á Íslandi og Snapchat samtakanna og mun nýta þá miðla til að deila upplýsingum og atburðum tengdu átakinu til almennings. „Ástandið í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Börn með geðraskanir eiga rétt á stuðningi og tafarlausri hjálp við hæfi,“ segir Sara Mansour, formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi. Myndin er framleidd í samstarfi við unga kvikmyndagerðarmenn í Esja Productions, Andra Sigurð Haraldsson og Kolbein Sveinsson. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot en markmið þess er að vekja athygli á viðvarandi úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Stuttmyndin Heilabrot var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís að viðstöddu margmenni og er í hádeginu í dag sýnd í framhaldsskólum víða um land. Hægt er að horfa á myndina neðst í fréttinni.Varaformaður ungmennaráðsins ritar pistil af því tilefni í Fréttablaðið í dag. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. „Úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi veldur því að mörg börn eru á biðlistum eftir greiningu og hjálp í ótrúlega langan tíma – allt upp í tvö til þrjú ár. Það er hlutfallslega mjög langur tími í lífi barns. Með því að gera ekkert verður líðan barna margfalt verri en hún þyrfti að vera,“ segir Sara Líf Sigsteinsdóttir í ungmennaráði UNICEF á Íslandi.#viðerumbrjáluð Tweets „Ef barn fær hjálp strax er hægt að koma í veg fyrir óþarfa vanlíðan og þjáningu. Við myndum aldrei láta fótbrotið barn bíða eftir hjálp,“ segir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, einnig í ungmennaráðinu. Samhliða myndinni stendur ungmennaráðið fyrir táknrænni aðgerð þar sem fólki er boðið að sýna málefninu stuðning með því hringja í númerið 620-9112 og skilja eftir missed call hjá heilbrigðisráðherra, sem ber ábyrgð á þjónustu við börn með geðrænan vanda á Íslandi. Ungmennaráðið mun síðan afhenda ráðherranum símann með ósvöruðu símtölunum til að minna hann á að kalli margra barna um hjálp er ósvarað. Samhliða frumsýningu stuttmyndarinnar í dag hafa stjórnir margra nemendafélaga skipulagt dagskrá þar sem staðan í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna á Íslandi er rædd. Stjórnirnar hafa einnig klæðst bolum merktum átakinu, hvatt nemendur til að skilja eftir missed call til heilbrigðisráðherra og nota hashtöggin #heilabrot, #égerekkitabú og #viðerumbrjáluð á samfélagsmiðlum.##égerekkitabú Tweets Hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáninguÁ mánudaginn tók ungmennaráð UNICEF á Íslandi yfir Twitter-síðu UNICEF á Íslandi og Snapchat samtakanna og mun nýta þá miðla til að deila upplýsingum og atburðum tengdu átakinu til almennings. „Ástandið í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Börn með geðraskanir eiga rétt á stuðningi og tafarlausri hjálp við hæfi,“ segir Sara Mansour, formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi. Myndin er framleidd í samstarfi við unga kvikmyndagerðarmenn í Esja Productions, Andra Sigurð Haraldsson og Kolbein Sveinsson.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira