Sjáðu stuttmyndina sem framhaldsskólanemar landsins horfa á í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2015 12:07 Skjáskot úr myndinni sem hægt er að horfa á neðst í fréttinni. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot en markmið þess er að vekja athygli á viðvarandi úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Stuttmyndin Heilabrot var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís að viðstöddu margmenni og er í hádeginu í dag sýnd í framhaldsskólum víða um land. Hægt er að horfa á myndina neðst í fréttinni.Varaformaður ungmennaráðsins ritar pistil af því tilefni í Fréttablaðið í dag. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. „Úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi veldur því að mörg börn eru á biðlistum eftir greiningu og hjálp í ótrúlega langan tíma – allt upp í tvö til þrjú ár. Það er hlutfallslega mjög langur tími í lífi barns. Með því að gera ekkert verður líðan barna margfalt verri en hún þyrfti að vera,“ segir Sara Líf Sigsteinsdóttir í ungmennaráði UNICEF á Íslandi.#viðerumbrjáluð Tweets „Ef barn fær hjálp strax er hægt að koma í veg fyrir óþarfa vanlíðan og þjáningu. Við myndum aldrei láta fótbrotið barn bíða eftir hjálp,“ segir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, einnig í ungmennaráðinu. Samhliða myndinni stendur ungmennaráðið fyrir táknrænni aðgerð þar sem fólki er boðið að sýna málefninu stuðning með því hringja í númerið 620-9112 og skilja eftir missed call hjá heilbrigðisráðherra, sem ber ábyrgð á þjónustu við börn með geðrænan vanda á Íslandi. Ungmennaráðið mun síðan afhenda ráðherranum símann með ósvöruðu símtölunum til að minna hann á að kalli margra barna um hjálp er ósvarað. Samhliða frumsýningu stuttmyndarinnar í dag hafa stjórnir margra nemendafélaga skipulagt dagskrá þar sem staðan í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna á Íslandi er rædd. Stjórnirnar hafa einnig klæðst bolum merktum átakinu, hvatt nemendur til að skilja eftir missed call til heilbrigðisráðherra og nota hashtöggin #heilabrot, #égerekkitabú og #viðerumbrjáluð á samfélagsmiðlum.##égerekkitabú Tweets Hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáninguÁ mánudaginn tók ungmennaráð UNICEF á Íslandi yfir Twitter-síðu UNICEF á Íslandi og Snapchat samtakanna og mun nýta þá miðla til að deila upplýsingum og atburðum tengdu átakinu til almennings. „Ástandið í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Börn með geðraskanir eiga rétt á stuðningi og tafarlausri hjálp við hæfi,“ segir Sara Mansour, formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi. Myndin er framleidd í samstarfi við unga kvikmyndagerðarmenn í Esja Productions, Andra Sigurð Haraldsson og Kolbein Sveinsson. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot en markmið þess er að vekja athygli á viðvarandi úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Stuttmyndin Heilabrot var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís að viðstöddu margmenni og er í hádeginu í dag sýnd í framhaldsskólum víða um land. Hægt er að horfa á myndina neðst í fréttinni.Varaformaður ungmennaráðsins ritar pistil af því tilefni í Fréttablaðið í dag. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. „Úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi veldur því að mörg börn eru á biðlistum eftir greiningu og hjálp í ótrúlega langan tíma – allt upp í tvö til þrjú ár. Það er hlutfallslega mjög langur tími í lífi barns. Með því að gera ekkert verður líðan barna margfalt verri en hún þyrfti að vera,“ segir Sara Líf Sigsteinsdóttir í ungmennaráði UNICEF á Íslandi.#viðerumbrjáluð Tweets „Ef barn fær hjálp strax er hægt að koma í veg fyrir óþarfa vanlíðan og þjáningu. Við myndum aldrei láta fótbrotið barn bíða eftir hjálp,“ segir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, einnig í ungmennaráðinu. Samhliða myndinni stendur ungmennaráðið fyrir táknrænni aðgerð þar sem fólki er boðið að sýna málefninu stuðning með því hringja í númerið 620-9112 og skilja eftir missed call hjá heilbrigðisráðherra, sem ber ábyrgð á þjónustu við börn með geðrænan vanda á Íslandi. Ungmennaráðið mun síðan afhenda ráðherranum símann með ósvöruðu símtölunum til að minna hann á að kalli margra barna um hjálp er ósvarað. Samhliða frumsýningu stuttmyndarinnar í dag hafa stjórnir margra nemendafélaga skipulagt dagskrá þar sem staðan í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna á Íslandi er rædd. Stjórnirnar hafa einnig klæðst bolum merktum átakinu, hvatt nemendur til að skilja eftir missed call til heilbrigðisráðherra og nota hashtöggin #heilabrot, #égerekkitabú og #viðerumbrjáluð á samfélagsmiðlum.##égerekkitabú Tweets Hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáninguÁ mánudaginn tók ungmennaráð UNICEF á Íslandi yfir Twitter-síðu UNICEF á Íslandi og Snapchat samtakanna og mun nýta þá miðla til að deila upplýsingum og atburðum tengdu átakinu til almennings. „Ástandið í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Börn með geðraskanir eiga rétt á stuðningi og tafarlausri hjálp við hæfi,“ segir Sara Mansour, formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi. Myndin er framleidd í samstarfi við unga kvikmyndagerðarmenn í Esja Productions, Andra Sigurð Haraldsson og Kolbein Sveinsson.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira