Innlent

Skipverjar komnir í land

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá strandstað
Frá strandstað mynd/daníel eyþór guðmundsson
Uppfært klukkan 10:20:

 

Skipverjar eru komnir í land og verið er að tryggja bátinn á strandstað þar sem fjarar hratt undan honum. Reyna á að ná honum á flot á næsta flóði sem verður um kvöldmatarleytið.

Tilkynning barst á níunda tímanum í morgun um bát sem væri strandaður við Eyri við Álftanes og voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út rétt fyrir klukkan hálf níu.

Tveir voru um borð. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg var nokkur viðbúnaður í upphafi en fljótlega kom í ljós að engin hætta steðjaði að skipverjum.

Björgunarskip er komið á staðinn og er verið að meta hvort hægt verði að draga bátinn á flot á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×