Ingó Veðurguð segir það mikil mistök að hafa farið í sund Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2015 10:57 Ingó veit ekki hvort hann átti frumkvæðið, hann var í það minnsta ekki á bremsunni þegar vinahópurinn ákvað að drífa sig í pottinn í leyfisleysi. visir/stefán Frétt af ákæru á hendur tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni, Ingó Veðurguð, og fleirum vakti verulega athygli í gær; en mennirnir eru ákærðir fyrir húsbrot. Það var í apríl í fyrra sem Ingó og vinahópur hans í Eyjum ákvað, í góðu glensi, að bregða sér að næturlagi í sund. Árni Johnsen komst upp með miklu meiraÞeir hefðu betur sleppt því vegna þess að lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Ingó og félögum hans. Ýmsir hafa orðið til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum og þykja þetta heldur harkalegar ráðstafanir. Einn þeirra er Einar Bárðarson, fyrrverandi umboðsmaður með meiru, sem segir á sinni Facebooksíðu:Aumingja Ingó ! Mér finnst eins og Árni Johnsen hafi fengið að komast upp með miklu meira þegar hann var með Brekkusöngin :-)Posted by Einar Bardarson on 14. október 2015Er gerður góður rómur að þeim hugleiðingum Einars.Ingó iðrastIngó segir, í samtali við Vísi, að hann hafi fundið fyrir stuðningi vegna málsins, fólki finnist það hart að hann eigi að fara fyrir dóm vegna þessa atviks. „En, að sama skapi, maður á ekkert að vera að gera svona,“ segir Ingó sem iðrast: „Það hefði verið fínt ef það hefði verið hægt að sjatla þetta mál. Semja um það. Ég sé eftir því að hafa verið að dröslast þarna inn í einhverjum partígír, mikil mistök, en það hefði verið fínt að geta bætt öðru vísi fyrir þetta en vera ákærður, ef það hefði verið hægt að finna einhverja að leið út úr þessu, og þá samið um þetta klúður.“ Ingó segir ljóst að fréttin hafi vakið mikla athygli; félagarnir hafi verið að hnippa í sig og fjölskyldan hafi einhverjar áhyggjur af þessu. „En, ég vona að málin sjatlist fyrir dómi. Ég veit náttúrlega ekkert hvernig verður dæmt í þessu.“Líklega á að gera fordæmi úr IngóIngó veit ekki hvenær dómur fellur, fyrirtaka er búin og enginn hinna ákærðu mætti við hana, en þeim hafði verið sagt að með því væru þeir að gangast við brotinu. „Þá er bara að sætta sig við þennan dóm þegar hann fellur. Ég hef ekki hugmynd um hvernig fordæmi eru í máli sem þessu, maður bara vonar það besta.“ Ljóst er að sú tíð er liðin að rokkarar fóru um, rústuðu hótelherbergjum og hentu sjónvörpum út um glugga, nú eru menn ákærðir fyrir að fara í sund? „Já, þetta var aðeins harðara í gamla daga. En, þetta er lögbrot og ekki til eftirbreytni. Mér dettur í hug að nú þegar þekktur maður næst fyrir svona nokkuð, þá eigi að gera fordæmi úr því. Að þetta teljist ágætis auglýsing fyrir því að þetta sé bannað. En, það hefur nú verið fremur mikil lognmolla í kringum mína hljómsveit, kannski helst maður sjálfur sem dansar á línunni.“Vont að lenda á sakaskrá fyrir sundlaugarferðFélagar Ingó eru fótboltamenn og sjómenn og úr öllum stéttum, Eyjamenn. „Þeir eru náttúrlega miður sín yfir að hafa verið ákærðir og sjá eftir þessu eins og ég. Eins og áður sagði, við vorum að vona að það væri hægt að sjatla málin áður en til ákæru kæmi. Sumir eru ósáttir. Þetta er lítið samfélag, allir þekkja alla og menn eru pirraðir að lenda á sakaskrá. Ef menn eru til dæmis að mennta sig sem lögfræðingar, þá er ekki gott að vera kominn á sakaskrá fyrir húsbrot.“Næsti hittingur vinahópsins verður líkast til í réttarsalnum, á Hrauninu í versta falli.visir/arnþórIngó segir að þetta sé sami ákæruliður og ef menn brjótist inn til einhvers. Og hann gerir ráð fyrir því að refsiramminn sé svipaður. „Já, þetta er fremur svekkjandi fyrir svona sundlaugarferð, en ég tek það fram að þetta er ekki til eftirbreytni, menn sjá eftir þessu og finnst þetta leiðinlegt.“Fóru í sundið í góðu glensiEn, hvað gerðist eiginlega þarna nóttina „góðu“ í Eyjum, í apríl fyrir ári. „Þetta var bara hópur af hressum félögum sem ákvað að hittast um páskana,“ segir Ingó: „Það var farið út að borða, svo farið á pöbbinn, svo eitthvað annað og svo ákvað einhver að það gæti verið gæti verið sniðugt að fara í sund. Ég veit ekki hvaða snillingi datt það í hug? Veit ekki hvort það var ég sem átti frumkvæðið, maður var í það minnsta ekki á bremsunni, þetta var sameiginleg ákvörðun.“ Ingó var sem sagt ekki að spila í Eyjum, hann hafði verið að skemmta kvöldinu áður og svo var ákveðið að drífa sig til Eyja til að hitta vinahópinn. „Þetta var einhver fílingur. Næsti hittingur verður sennilega í réttarsalnum. Á Hrauninu, í versta falli.“ Tengdar fréttir Ingó Veðurguð ákærður fyrir húsbrot Tónlistarmaðurinn er ákærður fyrir að hafa farið í sund að næturþeli ásamt nokkrum Eyjapeyjum. 13. október 2015 10:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Frétt af ákæru á hendur tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni, Ingó Veðurguð, og fleirum vakti verulega athygli í gær; en mennirnir eru ákærðir fyrir húsbrot. Það var í apríl í fyrra sem Ingó og vinahópur hans í Eyjum ákvað, í góðu glensi, að bregða sér að næturlagi í sund. Árni Johnsen komst upp með miklu meiraÞeir hefðu betur sleppt því vegna þess að lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Ingó og félögum hans. Ýmsir hafa orðið til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum og þykja þetta heldur harkalegar ráðstafanir. Einn þeirra er Einar Bárðarson, fyrrverandi umboðsmaður með meiru, sem segir á sinni Facebooksíðu:Aumingja Ingó ! Mér finnst eins og Árni Johnsen hafi fengið að komast upp með miklu meira þegar hann var með Brekkusöngin :-)Posted by Einar Bardarson on 14. október 2015Er gerður góður rómur að þeim hugleiðingum Einars.Ingó iðrastIngó segir, í samtali við Vísi, að hann hafi fundið fyrir stuðningi vegna málsins, fólki finnist það hart að hann eigi að fara fyrir dóm vegna þessa atviks. „En, að sama skapi, maður á ekkert að vera að gera svona,“ segir Ingó sem iðrast: „Það hefði verið fínt ef það hefði verið hægt að sjatla þetta mál. Semja um það. Ég sé eftir því að hafa verið að dröslast þarna inn í einhverjum partígír, mikil mistök, en það hefði verið fínt að geta bætt öðru vísi fyrir þetta en vera ákærður, ef það hefði verið hægt að finna einhverja að leið út úr þessu, og þá samið um þetta klúður.“ Ingó segir ljóst að fréttin hafi vakið mikla athygli; félagarnir hafi verið að hnippa í sig og fjölskyldan hafi einhverjar áhyggjur af þessu. „En, ég vona að málin sjatlist fyrir dómi. Ég veit náttúrlega ekkert hvernig verður dæmt í þessu.“Líklega á að gera fordæmi úr IngóIngó veit ekki hvenær dómur fellur, fyrirtaka er búin og enginn hinna ákærðu mætti við hana, en þeim hafði verið sagt að með því væru þeir að gangast við brotinu. „Þá er bara að sætta sig við þennan dóm þegar hann fellur. Ég hef ekki hugmynd um hvernig fordæmi eru í máli sem þessu, maður bara vonar það besta.“ Ljóst er að sú tíð er liðin að rokkarar fóru um, rústuðu hótelherbergjum og hentu sjónvörpum út um glugga, nú eru menn ákærðir fyrir að fara í sund? „Já, þetta var aðeins harðara í gamla daga. En, þetta er lögbrot og ekki til eftirbreytni. Mér dettur í hug að nú þegar þekktur maður næst fyrir svona nokkuð, þá eigi að gera fordæmi úr því. Að þetta teljist ágætis auglýsing fyrir því að þetta sé bannað. En, það hefur nú verið fremur mikil lognmolla í kringum mína hljómsveit, kannski helst maður sjálfur sem dansar á línunni.“Vont að lenda á sakaskrá fyrir sundlaugarferðFélagar Ingó eru fótboltamenn og sjómenn og úr öllum stéttum, Eyjamenn. „Þeir eru náttúrlega miður sín yfir að hafa verið ákærðir og sjá eftir þessu eins og ég. Eins og áður sagði, við vorum að vona að það væri hægt að sjatla málin áður en til ákæru kæmi. Sumir eru ósáttir. Þetta er lítið samfélag, allir þekkja alla og menn eru pirraðir að lenda á sakaskrá. Ef menn eru til dæmis að mennta sig sem lögfræðingar, þá er ekki gott að vera kominn á sakaskrá fyrir húsbrot.“Næsti hittingur vinahópsins verður líkast til í réttarsalnum, á Hrauninu í versta falli.visir/arnþórIngó segir að þetta sé sami ákæruliður og ef menn brjótist inn til einhvers. Og hann gerir ráð fyrir því að refsiramminn sé svipaður. „Já, þetta er fremur svekkjandi fyrir svona sundlaugarferð, en ég tek það fram að þetta er ekki til eftirbreytni, menn sjá eftir þessu og finnst þetta leiðinlegt.“Fóru í sundið í góðu glensiEn, hvað gerðist eiginlega þarna nóttina „góðu“ í Eyjum, í apríl fyrir ári. „Þetta var bara hópur af hressum félögum sem ákvað að hittast um páskana,“ segir Ingó: „Það var farið út að borða, svo farið á pöbbinn, svo eitthvað annað og svo ákvað einhver að það gæti verið gæti verið sniðugt að fara í sund. Ég veit ekki hvaða snillingi datt það í hug? Veit ekki hvort það var ég sem átti frumkvæðið, maður var í það minnsta ekki á bremsunni, þetta var sameiginleg ákvörðun.“ Ingó var sem sagt ekki að spila í Eyjum, hann hafði verið að skemmta kvöldinu áður og svo var ákveðið að drífa sig til Eyja til að hitta vinahópinn. „Þetta var einhver fílingur. Næsti hittingur verður sennilega í réttarsalnum. Á Hrauninu, í versta falli.“
Tengdar fréttir Ingó Veðurguð ákærður fyrir húsbrot Tónlistarmaðurinn er ákærður fyrir að hafa farið í sund að næturþeli ásamt nokkrum Eyjapeyjum. 13. október 2015 10:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ingó Veðurguð ákærður fyrir húsbrot Tónlistarmaðurinn er ákærður fyrir að hafa farið í sund að næturþeli ásamt nokkrum Eyjapeyjum. 13. október 2015 10:11