Fleiri fréttir

„Hvert rými setið“

Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið.

Gífurlegur erill hjá lögreglu

Allir fangaklefar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru setnir vegna ýmissa mála sem komu upp í nótt og í morgun.

Ný Valhöll byggð fyrir brunabætur

Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi.

Greindist með einhverfu fjörutíu og fjögurra ára

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, einhverf fjörutíu og níu ára kona á Selfossi gagnrýnir hvað atvinnurekendur er ófúsir að ráða einhverft fólk til vinnu en aðeins tuttugu prósent einhverfa fá vinnu

Erfitt að vera foreldri í hjólastól vegna slæms aðgengis

Fatlaður afreksíþróttamaður segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu slæmt aðgengi fyrir fatlaða er víðast hvar á landinu fyrr en hann varð faðir, og þurfti að fylgja börnum sínum á ýmiskonar æfingar og viðburði. Hann segir mikilvægt að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti.

„Leyninefnd að störfum“

Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir störf landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra sem vill 130 opinber störf í kjördæmið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sínar efasemdir líka.

Segir vanda Samfylkingar „djúpstæðari“ en Árna Pál

Það er mikil einföldun að halda að vandi Samfylkingarinnar liggi í núverandi formanni flokksins, hann er miklu djúpstæðari en svo, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins biður Ingibjörgu Sólrúnu að líta í eigin barm.

Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar

Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu.

Metþátttaka í páskaeggjaleit

Fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt í árlegum páskaeggjaleitum hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fóru á víð og dreif um Reykjavík í dag. Rótgróin venja er fyrir páskaeggjaleitunum sem felast í því að börn leita að fallega skreyttum páskaeggjum og fá súkkulaðiegg að launum.

Vilja ekki að Landsnet fái framkvæmdaleyfi

Tæplega 700 manns hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu á vegum íbúa og fasteignaeigenda í Vallahverfi í Hafnarfirði gegn umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2

Leita lækningamáttar í augnkúlu karfa

Matís Akureyri og Háskólinn á Akureyri hafa rannsakað efnasamsetningu og lífvirkni slíms úr karfaaugum til að grennslast fyrir um hvort það gæti nýst í iðnaðarframleiðslu. Augu fleiri fisktegunda hafa vakið athygli rannsakenda.

Kvarta yfir neikvæðum málsháttum

Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum.

Nánast ómögulegt að vera fatlaður á landsbyggðinni

Brandur Bjarnason Karlsson kom í dag heim úr fimm daga hringferð í kringum landið ásamt tveimur vinum sínum og aðstoðarmanni, en lamaður frá hálsi og niður. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á slæmu aðgengi fyrir fatlaða á landsbyggðinni en hugmyndin kviknaði eftir að vinur Baldurs komst að því að á hringveginum er þrjú hundruð sextíu og fimm kílómetra vegakafli þar sem engin aðstaða er fyrir fatlað fólk til að nota salerni.

Keyrði fram af snjóhengju

Vélsleðamaður sem ók farm af hengju á Öxnadalsheiði og slasaðist í dag er nú á leið á sjúkrahús á Akureyri.

Verkföll hefjast strax eftir páska

Fyrstu félagsmenn BHM fara í verkfall á þriðjudaginn, en næsti fundur samninganefnda ríkisins og BHM í kjaradeilu aðildarfélaga bandalagsins er ekki boðaður fyrr en á miðvikudag. Formaður BHM segir verkföllin koma til með að hafa mikl áhrif á samfélagið og gagnrýnir að ekki verði fundað í deilunni fyrr en eftir að verkföllin hefjast.

Tefla í afskekktasta þorpi Grænlands

Skákhátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta þorpi Grænlands, hófst á skírdag með fjöltefli Hrafns Jökulssonar við börn og ungmenni í bænum.

Sjá næstu 50 fréttir