Innlent

Metþátttaka í páskaeggjaleit

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt í árlegum páskaeggjaleitum hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fóru á víð og dreif um Reykjavík í dag. Rótgróin venja er fyrir páskaeggjaleitunum sem felast í því að börn leita að fallega skreyttum páskaeggjum og fá súkkulaðiegg að launum.
Fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt í árlegum páskaeggjaleitum hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fóru á víð og dreif um Reykjavík í dag. Rótgróin venja er fyrir páskaeggjaleitunum sem felast í því að börn leita að fallega skreyttum páskaeggjum og fá súkkulaðiegg að launum.
Páskagleðin skein úr hverju andliti í Elliðaárdalnum í dag í árlegri páskaeggjaleit þegar hressir krakkar þeyttust um dalinn í leit að fagurlega skreyttum hænueggjum. Metþátttaka var en hátt í fimm hundruð manns mættu í eggjaleitina. Að leit lokinni fengu börnin öll súkkulaðiegg eins og venja hefur verið síðastliðinn áratug.

Júlíus Vífill Ingvarsson stýrði leitinni og tók lagið með krökkunum með þessum texta:

Gamli Nói, gamli Nói

Er að flýta sér

Hleypur nú með hraði

Að finna súkkulaði

Gamli Nói, gamli Nói

Er að flýta sér.

Haldin var húla - keppni og fengu sigurvegararnir stórt páskaegg í verðlaun. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi stýrði hinni æsispennandi húla – keppnin sem er orðin að hefð í páskaeggjaleitinni og greinilegt var að margir krakkar höfðu æft sig fyrir keppnina sem var æsispennandi á köflum.

Leitir þessar í Reykjavík hafa farið stækkandi með ári hverju, en þær fóru einnig fram í Hljómskálagarðinum, við Ægissíðu og í Leirdal en síðastliðinn fimmtudag fór fram páskaeggjaleit í Laugardal. Þá var jafnframt fullt hús í sjálfstæðisheimilinu í Grafarvogi þar sem foreldrar, börn, ömmur og afar tóku þátt í páskabingói.

vísir
vísir
vísir
Haldin var húla - keppni og fengu sigurvegararnir stórt páskaegg í verðlaun.
.

vísir
Gleðin skein úr andlitum barnanna.vísir
vísir
Júlíus Vífill stýrði leitinni og tók að lokum lagið með krökkunum.vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×