Nánast ómögulegt að vera fatlaður á landsbyggðinni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. apríl 2015 19:00 Brandur Bjarnason Karlsson kom í dag heim úr fimm daga hringferð í kringum landið ásamt tveimur vinum sínum og aðstoðarmanni, en lamaður frá hálsi og niður. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á slæmu aðgengi fyrir fatlaða á landsbyggðinni en hugmyndin kviknaði eftir að vinur Brands komst að því að á hringveginum er þrjú hundruð sextíu og fimm kílómetra vegakafli þar sem engin aðstaða er fyrir fatlað fólk til að nota salerni. „Vini mínum fannst voða fyndið að fara með mig í þetta ferðalag og neyða mig til þess að halda í mér alla leiðina. En svo langaði mig líka bara mikið til að fara hringinn. Ég ferðaðist mikið í gamladaga en hef ekkert getað gert það síðan ég veiktist,“ segir Brandur. Á leiðinni stóðu þeir félagar hans fyrir þremur fundum, í Vík, á Egilsstöðum og á Akureyri þar sem aðgengismál fatlaðra voru rædd. Brandur segir að í ljós hafi komið að á flestum stöðum sé aðgengismálum verulega ábótavant. „Það er nánast ómögulegt að vera fatlaður úti á landi, nema þú sért í bara virkilega góðu formi, og jafnvel þá ertu virkilega einangraður. Það fyndna líka í þessu öllu er að það fyrirtæki sem var til fyrirmyndar var Ríkið, þannig það virðist vera forgangsatriði fyrir fatlað fólk að komast í áfengisverslanir“. Hann segir að málin strandi oft á deilum á milli ríkis og sveitarfélaga um hver það sé sem eigi að borga brúsann. „Ég held að það sé mjög algengt að þegar fólk sér fram á færisskerðingar að það flytji bara til Reykjavíkur eða Akureyrar og að það sé talið bara eðlilegt að öll þjónusta við þetta fólk einskorðist við þessa tvo staði. Það er bara spurning hvort það sé stefnan sem við viljum sjá,“ segir Brandur. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson kom í dag heim úr fimm daga hringferð í kringum landið ásamt tveimur vinum sínum og aðstoðarmanni, en lamaður frá hálsi og niður. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á slæmu aðgengi fyrir fatlaða á landsbyggðinni en hugmyndin kviknaði eftir að vinur Brands komst að því að á hringveginum er þrjú hundruð sextíu og fimm kílómetra vegakafli þar sem engin aðstaða er fyrir fatlað fólk til að nota salerni. „Vini mínum fannst voða fyndið að fara með mig í þetta ferðalag og neyða mig til þess að halda í mér alla leiðina. En svo langaði mig líka bara mikið til að fara hringinn. Ég ferðaðist mikið í gamladaga en hef ekkert getað gert það síðan ég veiktist,“ segir Brandur. Á leiðinni stóðu þeir félagar hans fyrir þremur fundum, í Vík, á Egilsstöðum og á Akureyri þar sem aðgengismál fatlaðra voru rædd. Brandur segir að í ljós hafi komið að á flestum stöðum sé aðgengismálum verulega ábótavant. „Það er nánast ómögulegt að vera fatlaður úti á landi, nema þú sért í bara virkilega góðu formi, og jafnvel þá ertu virkilega einangraður. Það fyndna líka í þessu öllu er að það fyrirtæki sem var til fyrirmyndar var Ríkið, þannig það virðist vera forgangsatriði fyrir fatlað fólk að komast í áfengisverslanir“. Hann segir að málin strandi oft á deilum á milli ríkis og sveitarfélaga um hver það sé sem eigi að borga brúsann. „Ég held að það sé mjög algengt að þegar fólk sér fram á færisskerðingar að það flytji bara til Reykjavíkur eða Akureyrar og að það sé talið bara eðlilegt að öll þjónusta við þetta fólk einskorðist við þessa tvo staði. Það er bara spurning hvort það sé stefnan sem við viljum sjá,“ segir Brandur.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira