Innlent

Keyrði fram af snjóhengju

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Vélsleðamaður sem ók farm af hengju á Öxnadalsheiði og slasaðist í dag er nú á leið á sjúkrahús á Akureyri. Björgunarsveitir af Norðausturlandi hafa verið kallaðar út vegna slyssins skömmu fyrir hádegi í dag. Talið var að hann hefði farið fram af um þriggja metra hárri hengju.

Björgunarsveitir frá Þórshöfn og Kópaskeri fóru á staðinn frá Þistilsfjarðarvegi og Sandfellshaga. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var sjúkraflutningamaður með í för, sem mat ástand mannsins á vettvangi.

Hann reyndist ekki alvarlega slasaður og voru aðrar bjargir afturkallaðar. Hann var fluttur í sjúkrabíl sem beið í Sandfellshaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×