Innlent

Sóttu ársgamalt barn til Eyja

vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á öðrum tímanum í dag ársgamalt barn til Vestmannaeyja en læknir í Eyjum taldi nauðsynlegt að koma barninu undir læknishendur í Reykjavík. Vegna veðurs var ófært fyrir sjúkraflugvél og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að flugið hafi gengið vel og að þyrlan hafi lent með barnið rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Sjúkrabíll hafi tekið á móti barninu og flutt það á Landspítala Háskólasjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×