Greindist með einhverfu fjörutíu og fjögurra ára magnús hlynur hreiðarsson skrifar 4. apríl 2015 20:01 Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, einhverf fjörutíu og níu ára kona á Selfossi gagnrýnir hvað atvinnurekendur er ófúsir að ráða einhverft fólk til vinnu en aðeins tuttugu prósent einhverfra fá vinnu. Ingibjörg Elsa er stolt af því að hafa verið boðið í síðustu viku í Kvenfélag Selfoss en hún er fyrsta einhverfa konan í þeim félagsskap. Ingibjörg Elsa er þýðandi en hún greindist ekki með einhverfu fyrr en hún var orðin fjörutíu og fjögurra ára gömul. Þá var hún búin að vera með einhverfu alla ævi án þess að gera sér grein fyrir því. Ingibjörg Elsa er gift Valgeiri Bjarnasyni og saman eiga þau Sigurð Reynir, fimm ára „Ég var mjög feginn að fá þá greiningu af því að það útskýrði fyrir mér fullt af hlutum sem ég hafði aldrei skilið almennilega, það var allt svona skiljanlegt aftur til baka en auðvitað er ég búin að vera einhverf alla æfi en ég bara vissi ekki af því,“ segir Ingibjörg Elsa. Þegar hún er beðin að skýra út sýna einhverfu segir hún; „ Ég er asperger einhverf sem þýðir að ég er einhverf en ég er ekki mikið einhverfi. Ég get talað og ég á mjög auðvelt með að tala og ég tala jafnvel og mikið og ég á meira segja erfitt með að stoppa þegar ég byrja að tala og á erfitt að gera mér grein fyrir því inn í hvaða aðstæður ég er að tala, hvort ég er að segja eitthvað á viðeigandi stað á réttum tíma. Dæmi um þetta er þegar ég var á þorrablót i og fór að tala um að við ættum í raun öll að vera grænmetisætur, það var kannski ekki rétti staðurinn og rétta stundin til að ræða það“, segir Ingibjörg Elsa. Hún hefur áhyggjur af atvinnumálum einhverfra. „Sameinuðu þjóðirnar segja að áttatíu prósent einhverfra fái ekki vinnu á vinnumarkaði, jafnvel þar sem ástandið er best eins og í Bandaríkjunum. Það þýðir að það eru bara tuttugu prósent einhverfra sem að fá vinnu og mér finnst þetta mjög sérkennilegt. Mér finnst að vinnumarkaðurinn ætti að hugsa út í það að nýta hæfileika einhverfra og reyna að gefa þeim vinnu á þeim sviðum þar sem þeir eru virkilega að skara fram úr“. Ingibjörg Elsa segir gott að vera einhverf á stað eins og á Selfossi enda hafa samfélagið tekið henni vel. „Ég var meira að segja svo stolt að því að mér var boðið í Kvenfélag Selfoss um daginn, mér finnst það stórsigur að vera einhverf og vera boðin í kvenfélag, mér fannst það æðislegt og er svo ánægð með það“, segir Ingibjörg Elsa. Valgeir Bjarnason, eiginmaður Ingibjargar segir lítið mál að vera giftur einhverfri konu en þau hafa verið gift í tíu ár. Tólf ára aldursmunur er á milli þeirra. „Það er ekki nein kúnst í sjálfum sér, maður þarf alltaf að taka tillit til þeirra sem maður býr með og taka tillit til þeirra þarfa og annað slíkt þannig að ég sé ekki neina sérstaka vankanta á því í sjálfu sér,“ segir Valgeir. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, einhverf fjörutíu og níu ára kona á Selfossi gagnrýnir hvað atvinnurekendur er ófúsir að ráða einhverft fólk til vinnu en aðeins tuttugu prósent einhverfra fá vinnu. Ingibjörg Elsa er stolt af því að hafa verið boðið í síðustu viku í Kvenfélag Selfoss en hún er fyrsta einhverfa konan í þeim félagsskap. Ingibjörg Elsa er þýðandi en hún greindist ekki með einhverfu fyrr en hún var orðin fjörutíu og fjögurra ára gömul. Þá var hún búin að vera með einhverfu alla ævi án þess að gera sér grein fyrir því. Ingibjörg Elsa er gift Valgeiri Bjarnasyni og saman eiga þau Sigurð Reynir, fimm ára „Ég var mjög feginn að fá þá greiningu af því að það útskýrði fyrir mér fullt af hlutum sem ég hafði aldrei skilið almennilega, það var allt svona skiljanlegt aftur til baka en auðvitað er ég búin að vera einhverf alla æfi en ég bara vissi ekki af því,“ segir Ingibjörg Elsa. Þegar hún er beðin að skýra út sýna einhverfu segir hún; „ Ég er asperger einhverf sem þýðir að ég er einhverf en ég er ekki mikið einhverfi. Ég get talað og ég á mjög auðvelt með að tala og ég tala jafnvel og mikið og ég á meira segja erfitt með að stoppa þegar ég byrja að tala og á erfitt að gera mér grein fyrir því inn í hvaða aðstæður ég er að tala, hvort ég er að segja eitthvað á viðeigandi stað á réttum tíma. Dæmi um þetta er þegar ég var á þorrablót i og fór að tala um að við ættum í raun öll að vera grænmetisætur, það var kannski ekki rétti staðurinn og rétta stundin til að ræða það“, segir Ingibjörg Elsa. Hún hefur áhyggjur af atvinnumálum einhverfra. „Sameinuðu þjóðirnar segja að áttatíu prósent einhverfra fái ekki vinnu á vinnumarkaði, jafnvel þar sem ástandið er best eins og í Bandaríkjunum. Það þýðir að það eru bara tuttugu prósent einhverfra sem að fá vinnu og mér finnst þetta mjög sérkennilegt. Mér finnst að vinnumarkaðurinn ætti að hugsa út í það að nýta hæfileika einhverfra og reyna að gefa þeim vinnu á þeim sviðum þar sem þeir eru virkilega að skara fram úr“. Ingibjörg Elsa segir gott að vera einhverf á stað eins og á Selfossi enda hafa samfélagið tekið henni vel. „Ég var meira að segja svo stolt að því að mér var boðið í Kvenfélag Selfoss um daginn, mér finnst það stórsigur að vera einhverf og vera boðin í kvenfélag, mér fannst það æðislegt og er svo ánægð með það“, segir Ingibjörg Elsa. Valgeir Bjarnason, eiginmaður Ingibjargar segir lítið mál að vera giftur einhverfri konu en þau hafa verið gift í tíu ár. Tólf ára aldursmunur er á milli þeirra. „Það er ekki nein kúnst í sjálfum sér, maður þarf alltaf að taka tillit til þeirra sem maður býr með og taka tillit til þeirra þarfa og annað slíkt þannig að ég sé ekki neina sérstaka vankanta á því í sjálfu sér,“ segir Valgeir.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira