Innlent

Með flutningaskip í togi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Varðskipið Þór er væntanlegt til Hafnarfjarðar um kvöldmatarleyti í kvöld með flutningaskipið Hauk, en Þór tók Hauk í tog austur af Vestmannaeyjum eftir hádegi í gær. Þangað hafði Lóðsinn frá Vestmannaeyjum dregið skipið eftir að Haukur missti stýrið út af Hornafirði á miðvikudag.

Ferðin frá í gær hefur sóst seint vegna veðurs og ölduhæðar en fyrir Reykjanesi er nú suðvestan 13-18 metrar á sekúndu og um sex metra ölduhæð.

Flutningaskipið Haukur er 75 metra langt flutningaskip og er það fulllestað. Myndband af aðgerðunum má sjá í sjónvarpsglugganum hér fyrir ofan. 


Tengdar fréttir

Þór til aðstoðar

Varðskipið mun draga stjórnvana flutningaskip í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×