Ekki tekst að ljúka kostnaðarmati fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 15:24 Ekki tókst að afgreiða tvö lagafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á sviði húsnæðismála á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag þar sem ekki lá fyrir kostnaðarmat frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ekki tekst að ljúka kostnaðarmatinu fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismá þar sem lagt er til að lögfest verði ákvæði um stofnframlög ríkisins annars vegar og stofnframlög sveitarfélaga hins vegar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög og félög og félagasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis, geti sótt um stofnframlög. Einnig er lagt til að heimilt verði að veita stofnframlög til húsnæðissamvinnufélaga sem hafa að markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með rekstri íbúðarhúsnæðis með búseturétti gegn greiðslu búseturéttargjalds og búsetugjalds. Og hins vegar frumvarp um sérstaka húsnæðisstyrki, sem eru í eðli sínu húsnæðisbætur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki búist við að kostnaðarmat fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrrnefndum frumvörpum liggi fyrir fyrr en um miðjan apríl í fyrsta lagi. Þá fyrst koma þau til afgreiðslu í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna. Ef ef frumvörpin fara á annað borð í gegnum þingflokkana og ríkisstjórn er fremur líklegt að þau fái afgreiðslu í þinginu nema stjórnarandstaðan leggist alfarið gegn þeim og beiti málþófi. Er það talið fremur ólíklegt vegna eðlis frumvarpanna sem eiga að styrkja stöðu leigjenda og auka framboð leiguhúsnæðis á markaði. Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ekki tókst að afgreiða tvö lagafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á sviði húsnæðismála á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag þar sem ekki lá fyrir kostnaðarmat frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ekki tekst að ljúka kostnaðarmatinu fyrr en í fyrsta lagi um miðjan apríl. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismá þar sem lagt er til að lögfest verði ákvæði um stofnframlög ríkisins annars vegar og stofnframlög sveitarfélaga hins vegar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög og félög og félagasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis, geti sótt um stofnframlög. Einnig er lagt til að heimilt verði að veita stofnframlög til húsnæðissamvinnufélaga sem hafa að markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með rekstri íbúðarhúsnæðis með búseturétti gegn greiðslu búseturéttargjalds og búsetugjalds. Og hins vegar frumvarp um sérstaka húsnæðisstyrki, sem eru í eðli sínu húsnæðisbætur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki búist við að kostnaðarmat fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrrnefndum frumvörpum liggi fyrir fyrr en um miðjan apríl í fyrsta lagi. Þá fyrst koma þau til afgreiðslu í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna. Ef ef frumvörpin fara á annað borð í gegnum þingflokkana og ríkisstjórn er fremur líklegt að þau fái afgreiðslu í þinginu nema stjórnarandstaðan leggist alfarið gegn þeim og beiti málþófi. Er það talið fremur ólíklegt vegna eðlis frumvarpanna sem eiga að styrkja stöðu leigjenda og auka framboð leiguhúsnæðis á markaði.
Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira