Innlent

Árlegt bingó Vantrúar er í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
Félagði Vantrú mun halda hið árlega „ólöglega“ bingó á Austurvelli í dag. Bingóið, sem hefst klukkan eitt, er haldið til að mótmæla helgidagalöggjöfinni, sem félagið telur vera eina birtingarmynd óeðlilegs sambands ríkis og kirkju.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vantrú.

Spilaðar verða fimm umferðir uppá ljómandi, dýrlega og ærlega vinninga. Kaffi og kakó sem og sætabrauð í boði.

Meðal vinninga í ár verður eintak af barnabókinni „Félagi Jesús“. Í tilkynningunni segir að þegar bókin kom út árið 1978 hafi Ólafur Skúlason talið hana vera guðlast og Sigurbjörn Einarsson hafi kallað hana „lágkúru og óskammfeilinn þvætting“ sem væri samansettur í þeim yfirlýsta tilgangi að koma því inn hjá börnum að guðspjöllin væru lygi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×