Fleiri fréttir

Fleiri börn fá nú ókeypis tannlækningar

Frá 1. janúar eru tannlækningar þriggja ára barna og barna á aldrinum átta til sautján ára greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2.500 króna árlegu komugjaldi.

Gríðarlegt hagsmunamál fyrir heimilin

Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir sambandið hafa víkkað út starfsemi sína til að geta fylgst með skattabreytingunum sem tóku gildi nú um áramót.

Mestu skattabreytingar í seinni tíð

Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin.

Alexander Birgir Grindvíkingur ársins

Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda hafa verið valin Grindvíkingar ársins 2014 en þetta kemur fram í frétt á síðu Grindavíkurbæjar.

Færri aka á nagladekkjum en áður

Færri bifreiðar fara um götur borgarinnar á nagladekkjum en áður. Þrátt fyrir ófærð og hálku í desember 2014 fjölgaði ekki nagladekkjum.

Braust inn í sundlaug og fór í gufubað

Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni.

Biðja fólk um að leggja sér lið við flugeldaruslið

„Við höfum óskað eftir því að fólk hirði upp eftir sig sjálft flugeldaleifar af því sem það er að skjóta,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá umhverfis og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Læknirinn sækir á borgarstjórann

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er, að mati dómnefndar umræðuþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni, stjórnmálamaður ársins 2014.

Tryggingagjöld sjaldan verið hærri

Fyrirtækin í landinu borga hátt í 74 milljarða í tryggingagjöld árlega – 30 milljörðum meira en 2008. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tvær síðustu ríkisstjórnir hafa rofið samkomulag við atvinnulífið.

Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi

Viðræður eru nú milli írskra eigenda Kalkþörungafélagsins í Bíldudal og bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu í bænum fyrir þörungavinnslu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir verkefnið litið jákvæðum augum en að það sé á frumstigi.

Kynferðisbrotum fækkar mest

Hegningarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjögur prósent á árinu 2014 samanborið við 2013. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um fjölda helstu brota árið 2014.

Biskup segir allt dregið í efa

"Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang eða hagsmunapot,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup um þjóðfélagsumræðuna á Íslandi í nýársávarpi.

Votlendi endurheimt innan borgarmarka

Gangi hugmyndir eftir mun Reykjavíkurborg moka ofan í framræsluskurði í Úlfarsárdal til þess að endurheimta votlendi. Gera á úttekt á möguleikum í þessa veru á þessu ári. Fellur vel að stefnumörkun borgarinnar í umhverfismálum.

Hótelskipi stefnt frá Hafnarfirði til Dalvíkur

Aðstandendur hótel- og veitingaskips sem sótt var um að fengi aðstöðu í Hafnarfirði horfa nú til Dalvíkur. Þar vilja menn sjá áætlanir um hvernig eigi að borga framkvæmdir við höfnina og reka skipið til lengri framtíðar.

Einar Kárason til liðs við DV

Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV.

Eggert Þór Bernharðsson látinn

Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og rithöfundur, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Reykjavík á gamlársdag.

Sjá næstu 50 fréttir