Fleiri fréttir

Vilja Þorláksbúð burt frá Skálholtskirkju

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, segir almenna óánægju með Þorláksbúð í Skálholti og að vilji stofnunarinnar sé að húsið víki af staðnum. Talsmaður Þorláksbúðarfélagsins hafnar flutningi.

Skiptir máli hvað er sagt en ekki hver segir það

Hannes Hólmsteinn Gissurason telur að þekking hans og reynsla muni koma til með að nýtast honum við rannsókn á áhrifum erlendis frá á efnahagshrunið á Íslandi. Sagnfræðingur segir ómögulegt að ætla að söguskoðun og skrásetning hennar litist ekki af þeim sem skrifa hana.

Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár

Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun.

Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá

Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi.

Kominn úr öndunarvél

Maðurinn er á níræðisaldri og fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar Akureyrar í liðinni viku.

Varasamir hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum.

Illa áttuð á Ingólfsfjalli

Kona og níu ára gamall sonur hennar lentu í sjálfheldu í hlíðum Ingólfsfjalls í gærkvöldi eftir að þau höfðu farið út fyrir hefðbundna gönguleið.

Rannsókn eldsupptaka að hefjast

Lögregla byrjar í dag rannsókn á eldsupptökum í rústum húsanna, sem brunnu í Skeifunni í Reykjavík í fyrrakvöld.

Viðskotaillur þjófur

Þjófur brást ókvæða við þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann fyrir búðarhnupl í verslun í Breiðholti í gærkvöldi og réðst að lögreglumanni.

Klúrar spurningar dynja á unglingum

Gríðarlegur fjöldi ungmenna hefur tekið við svívirðingum og klúrum athugasemdum í gegnum vefsíðuna ask.fm. Skilaboðin sem berast í gegnum vefsíðuna eru nafnlaus og órekjanleg. Börn upplifa oft spennu og vanlíðan vegna síðunnar.

Reykur í Álftamýrinni

Slökkviliðinu var tilkynnt um eld í íbúð í fjölbýlishúsi við Álftamýri í Reykjavík í gærkvöldi.

Svínabændur ráða dýralækna

„Stóru svínabúin hafa ráðið dýralækna til að gelda grísi með deyfingu,“ segir Auður Arnþórsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.

Sniglarnir koma upp bifhjólastæðum

Þótt gert sé ráð fyrir því í lögum að stæði séu til fyrir bifhjól á fjölmennustu stöðum þá sáust þess fá merki þar til Sniglarnir tóku sig til og eru nú að bæta úr.

Vilja sýna að allt sé hægt

Snædís Rán Hjartardóttir ætlar að sigla um Kanada á kanó með vinkonum sínum en hún er með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm, lögblind, heyrnarlaus og bundin við hjólastól.

Meira matvælaöryggi í Evrópu en Ameríku

Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur krefjast upprunamerkinga á alla matvöru. Tvískinnungur ef leyfa eigi innflutning á hráu kjöti frá Ameríku en ekki Evrópu.

„Við höldum áfram“

"Við erum að fara í gegnum þvottinn sem að slapp og koma honum í þvott aftur. Svo erum við að skoða stöðu fyrirtækja sem er í þjónustu hjá okkur og erum í sambandi við þau um framhaldið“, sagði Hjördís Guðmundsdóttir, einn eiganda Fannar.

Hestakosturinn sérlega sterkur

Hvassviðri einkenndi Landsmót hestamanna sem lauk í gær á Gaddstaðaflötum. Fágæt einkunn var gefin í tölti og heimsmet féll í skeiði. Fjögur þúsund útlendingar voru á meðal tíu þúsund mótsgesta. Er það rakið til mikillar markaðssetningar.

Sjá næstu 50 fréttir