Innlent

Vilja sýna að allt sé hægt

Í ágúst ætlar hópur íslenskra kvenna í kanóferð í Kanada og er markmið þeirra að sýna að allt sé hægt. Hin tvítuga Snædís Rán Hjartardóttir er ein þessara kvenna, en hún er með afar sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm, er lögblind, heyrnarlaus og bundin við hjólastól.

Verkefnið leggst vel í Snædísi og hlakkar hún mikið til. Hún er spenntust fyrir að dvelja erlendis og fá að gista í tjaldi.

Ísland í dag hitti Snædísi á dögunum og hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×