Fleiri fréttir

Játaði ránið í Dalsnesti

Ránið vakti nokkra athygli og birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meðal annars upptöku úr öryggismyndavél til að fá aðstoð almennings að hafa uppi á manninum.

Ekki um mannleg mistök að ræða

Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum.

Skila af sér frumvarpi í lok árs

Staðgöngumæðrun var fyrst rædd á Alþingi árið 2007 en þingsályktunartillaga um skipun starfshóps var samþykkt snemma árs 2012.

Styttist í sex ára afmæli haftanna

Samtök atvinnulífsins segja óttann við gengislækkun og verðbólgu líklegustu skýringuna á „aðgerðaleysi stjórnvalda“ við afnám gjaldeyrishafta. Höftunum var komið á í nóvember 2008.

Réttur til frjálsrar farar um eigið land ekki vafaatriði

„Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu,“ segir Stefán Þórsson, landfræðingur.

Nafn piltsins sem lést

Pilturinn sem lét lífið af slysförum í skemmtigarði á Benidorm á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson. Hann var átján ára og búsettur í Stekkjarseli 7 í Reykjavík.

Minni völd í héraði með nýjum lögum

Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun takmarka skipulagsvald sveitarfélaga. Sveitarfélögum er gert skylt að setja nýjar raflínur á skipulag hjá sér ef framkvæmdir hafa verið samþykktar hjá Orkustofnun.

Hvorki stórhlaup né eldgos í aðsigi

Veðurstofan varar enn við minniháttar jökulhlaupi í Múlakvísl, en þar hefur rafleiðni í vatni aukist og sömuleiðis í Jökulsá á Sólheimasandi.

Auglýsa Grímsstaði á Evrópska efnahagssvæðinu

Eigendur 72 prósenta hlutar í Grímsstöðum á Fjöllum segjast fullsaddir af því að vera dregnir á asnaeyrunum af stjórnvöldum vegna áhuga Huangs Nubo á jörðinni og muni auglýsa hana til sölu á Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrirspurnir hafi borist.

Fuglalíf við landið gjörbreytist á áratug

Fuglategundum sem töldust útbreiddar og jafnvel helst til áberandi fyrir nokkrum árum fækkar svo að tala má um stofnhrun. Hrun sílastofnsins er talið hafa mikil áhrif. Fræðimenn sýta að á sama tíma er rannsóknum á sílum hætt.

Frumvarp um nýtt millidómstig í haust

Hægt verður að leggja fram ný sönnunargögn fyrir millidómstigi. Hæstiréttur fær áfrýjunarleyfi en í því felst að rétturinn ákveður sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir.

Vilja Þorláksbúð burt frá Skálholtskirkju

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, segir almenna óánægju með Þorláksbúð í Skálholti og að vilji stofnunarinnar sé að húsið víki af staðnum. Talsmaður Þorláksbúðarfélagsins hafnar flutningi.

Skiptir máli hvað er sagt en ekki hver segir það

Hannes Hólmsteinn Gissurason telur að þekking hans og reynsla muni koma til með að nýtast honum við rannsókn á áhrifum erlendis frá á efnahagshrunið á Íslandi. Sagnfræðingur segir ómögulegt að ætla að söguskoðun og skrásetning hennar litist ekki af þeim sem skrifa hana.

Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár

Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun.

Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá

Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi.

Sjá næstu 50 fréttir