Fleiri fréttir

Landeigendur á Stóru Vatnsleysu harma dauða Jackie

Anna Hermannsdóttir, sérkennari og hundaeigandi í Hafnarfirði segir hræðilegt að hafa misst fjögurra mánaða hvolp ofan í holu á útivistarsvæðinu á Höskuldarvöllum á Vatnsleysuströnd þar sem hann drapst. Anna segir að það sé engu líkara en að jörðin hafi gleypt hvolpinn. Landeigendur harma atburðinn.

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í miðbænum

Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að horni Barónstígs og Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur um þrjúleytið í dag. Alls voru fjórir lögreglubílar og fjögur mótorhjól á staðnum, auk sérsveitarmanna.

Jón Gnarr vekur heimsathygli

Ítarlegt viðtal við borgarstjórann birtist á vefmiðlinum Vice í gær. Einnig hefur tvisvar verið fjallað um hann í spjallþætti á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS að undanförnu. Borgarstjórinn á Íslandi er vinsæll erlendis. Jón segist elska mannfólk eins og tölvunördar elska tölvur.

Íslenskur læknir verðlaunaður af Harvard

Hans Tómas Björnsson, barnalæknir og aðstoðarprófessor við Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum, verður verðlaunaður fyrir framlag sitt til rannsókna á sviði erfðafræði.

Jörðin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd

Anna Hermannsdóttir horfði á fjögurra mánaða hvolp hverfa ofan í holu fulla af vatni við Vatnsleysuströnd. Holan er ennþá þarna og er hættuleg að sögn Önnu „Já, ég hef heyrt að farið sé með leikskólabörn á þetta svæði, enda er þetta fólkvangur. Þetta hefði auðveldlega getað verið barn sem hefði sogast þarna niður.“

Tveir skipta 85 milljónum

Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti,

Mín skoðun í sumarfrí

„Það er venjan að svona þættir fari í frí yfir sumartímann og snúi aftur á haustin,“ segir Mikael Torfason.

Deildi upplýsingum um þolendur kynferðisofbeldis

Lögreglumaður sem vikið hefur verið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi ríkislögreglustjóri, sótti upplýsingar um kvenkyns þolendur kynferðisofbeldis .

Allt til andskotans

Ljósmyndarinn Páll Stefánsson deilir ferðalagi sínu til Sýrlands og Líbanon í máli og myndum.

Enginn flokkur hefur beðið um kjörskrárstofn

Stjórnmálaflokkar og stjórnmálasamtök hafa enn ekki óskað eftir því við forsætisráðuneytið að fá afrit af kjörskrárstofnum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga eins og tíðkast hefur í áratugi.

Perónuvernd hafnar kröfu ráðuneytis um endurupptöku

„Stjórnvöld geta ekki komið í veg fyrir að Persónuvernd taki ákvörðun í tilteknum málum sem til meðferðar eru hjá stofnuninni með því að svara ekki fyrirspurnum hennar eða óskum um skýringar,“ segir Persónuvernd sem hefur synjað kröfu menntamálaráðuneytisins um endurupptöku á máli sem snerti persónuleikapróf í framhaldsskólum..

Gjald úr takti við ímynd ferðaþjónustunnar

„Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna,“ segir bæjarstjórn Norðurþings.

"Get ekki lengur orða bundist"

Okkur voru allar bjargir bannaðar, segir faðir konu sem búsett var í íbúð í Iðufellinu þar sem upp kom eldur í gærkvöld. Konan hefur lengi glímt við alvarleg veikindi og faðir hennar gagnrýnir úrræðaleysi fyrir aðstandendur geðsjúkra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú eldsupptök.

Ferðast um heiminn án flugvéla

Hann hefur einsett sér að snúa ekki aftur heim til Danmerkur fyrr en hann hefur heimsótt öll hin löndin í heiminum. Torbjørn Pedersen lagði upp í heimsreisu fyrir hálfu ári síðan, en hefur sett sér þá reglu að mega ekki notast við flugvélar á ferð sinni. Hann er nú staddur á Íslandi en vonast eftir að komast til Kanda á næstunni til að geta haldið ferð sinni áfram.

Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum

Staðan í flugvallarmálinu hefur aldrei verið jafnalvarleg og nú, segja formenn Hjartans í Vatnsmýrinni. Leyfi fyrir framkvæmdum í kringum völlinn geti komið til á næstu vikum og meirihlutinn í borgarstjórn vanvirði samkomulag um sáttarferli. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun neyðarflugbrautin víkja.

„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“

Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar.

ESB tillagan dormar í utanríkismálanefnd

Tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við það að sofna í utanríkismálanefnd. Örlög tillögunnar ráða miklu um hvernig samið verðu um lok þingstarfa.

Nóróveira á Heilbrigðisstofnun Austurlands

Deildin hefur verið einangruð og lokuð og því geta ættingjar ekki heimsótt skyldfólk sitt á deildinni þar til smithætta er liðin hjá og sótthreinsun hefur átt sér stað nema að höfðu samráði við yfirmenn hjúkrunardeildar.

Segja útii um friðarsamkomulag um Úkraínu

Margir hafa fallið í átökum úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna í borginni Sloviansk í dag. Rússar segja úti um friðarsamkomulag og hafa boðað neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Getur ekki orða bundist um úrræðaleysi geðsjúkra

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöld. Konan sem býr í íbúðinni þjáist af geðsjúkdómi, og rannsakar lögregla nú hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Faðir konunnar í opinskáu viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir