Innlent

Perónuvernd hafnar kröfu ráðuneytis um endurupptöku

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur Persónuvernd hafa tekið ákvörðun í framhaldsskólamáli án þess að kynna sér það til hlítar.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Menntamálaráðuneytið telur Persónuvernd hafa tekið ákvörðun í framhaldsskólamáli án þess að kynna sér það til hlítar. Fréttablaðið/GVA
„Stjórnvöld geta ekki komið í veg fyrir að Persónuvernd taki ákvörðun í tilteknum málum sem til meðferðar eru hjá stofnuninni með því að svara ekki fyrirspurnum hennar eða óskum um skýringar,“ segir Persónuvernd sem hefur synjað kröfu menntamálaráðuneytisins um endurupptöku á máli sem snerti persónuleikapróf í framhaldsskólum.

Þann 13. mars síðastliðinn tók Persónuvernd ákvörðun í máli sem hófst með erindi eins skólameistara í fjölbrautarskóla sem benti á að menntamálaráðuneytið hefði kynnt kröfur um að nemendur sem lykju framhaldsskólaprófi fengju prófskírteini með upplýsingar um almenna þekkingu, leikni og hæfni viðkomandi. Skólameistarinn taldi þetta verða erfitt án þess að safna viðkvæmum persónuupplýsingum.

Persónuvernd sagði lög um framhaldsskóla ekki fela í sér heimild til vinnslu persónuupplýsinga um annað en námsmat og vitnisburð þeirra nemenda.

Menntamálaráðuneytið krafðist endurupptöku.

„Hér virðist vera um að ræða einhvern misskilning að ræða af hálfu stofnunarinnar,“ segir ráðuneytið sem „gerir alvarlegar athugasemdir“ við þá greiningu sem fram kemur í forsendum úrskurðar stjórnar Persónuverndar.

„Ráðuneytið hefur ekki enn þá gefið út neinar fyrirmyndir eða eyðublöð um hvað tilgreina skuli í umsögn framhaldsskóla um almenna þekkingu, leikni og hæfni á prófskírteinum nemanda. Afgreiðsla stjórnar Persónuverndar byggist að þessu leyti á einhliða málflutningi skólameistarans.“

Persónuvernd hafnar því að hafa misskilið málið og ásökunum ráðuneytisins vegna þess að ákvörðun hafi verið tekin án þess að það kæmi sjónarmiðum sínum að. Ráðuneytið hafi endurtekið fengið fresti til þess.

Menntmálaráðuneytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×