Fleiri fréttir

Lottóvinningur kom af stað fæðingu

Áætlaður fæðingardagur barnsins var rúmri viku eftir símtalið um Lottóvinninginn en síðar um daginn fór konan í hríðir og kom barnið í heiminn daginn eftir.

„Kæra verðandi móðir, ekki vera hrædd“

Kona sem komst að því að barnið sem hún ber undir belti er með downs heilkenni sendi Alþjóðlegum samtökum downs fólks tölvupóst þar sem hún sagðist óttast um framtíð þess. Samtökin útbjuggu myndband þar sem eintaklingar með downs segja frá sinni upplifun.

Lögreglan glímdi við nakinn mann á bílþaki - myndband

"Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ segir kona sem fékk manninn upp á bílinn sinn.

Hefur kennt okkur ótrúlega mikið að eignast hana

Foreldrar fjögurra ára stúlku með downs ákáðu að taka því sem að höndum bæri þegar þau komust að því í sónar að auknar líkur væru á því að barnið þeirra væri með downs.

Með fíkniefni í nærbuxunum

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni, þar sem karlmaður hafði farið inn í bílskúr hjá óviðkomandi fólki.

Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson fer í opinbera heimsókn til Úkraínu í dag þar sem hann mun ræða við stjórnvöld um ástandið í landinu. Hann staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn þeim sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga.

Tekinn með rafbyssu á Laugavegi

Karlmaður var handtekinn með rafbyssu í fórum sínum á Laugavegi í nótt. Ekki liggur fyrir hvort hann beitti henni á einhvern. Slíkar byssur eru aftur á móti ólöglegar þannig að hann verður kærður fyrir brot á vopnalögum.

UNICEF og Kiwanis gegn stífkrampa

Á níundu hverri mínútu deyr nýbökuð móðir eða nýburi úr þessum kvalafulla sjúkdómi en með bólusetningu megi koma í veg fyrir hvert einasta dauðsfall af hans völdum.

Enn slæmt veður víðast hvar

Allir helstu vegir á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austurlandi eru ófærir eftir hvassviðri, snjókomu og skafrenning í nótt og óvíst hvenær mokstur getur hafist vegna illviðris, sem stendur enn.

Afmælishátíð Hallgríms Péturssonar styrkt

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita allt að 6 milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til að minnast þess að fjórar aldir eru liðnar frá fæðingu Hallgríms Péturssonar, prests og sálmaskálds.

Vill einfalda fiskeldisreglur

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fiskeldi sem miðar að því að einfalda stjórnsýslu, eftirlit og leyfisveitingarferli.

Kjaradeila kennara enn óleyst

Fjórði dagur verkfalls framhaldsskólakennara er í dag og lauk fundi samninganefndar ríkisins og Félagsfundi framhaldsskólakennara um kvöldmatarleyti í kvöld, aftur án niðurstöðu.

Sálfræðiþjónusta gegn brotthvarfi úr framhaldsskólum

Eftir að sálfræðingur tók til starfa í Verkmenntaskólanum á Akureyri hætta færri nemendur námi vegna andlegra veikinda. Viðvera sálfræðings í skólum skilar sér því í baráttunni gegn brottfalli nemenda auk þess að hjálpa til við að minnka fordóma gegn andlegum veikindum, segir sálfræðingur.

Skuldaniðurfærsla kynnt í ríkisstjórn eftir helgi

Frumvarp um niðurfærslu verðtryggðra lána heimilanna verður að öllum líkindum afgreitt fyrir þinglok að mati þingmanns Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að ríkisstjórnin standi við þetta stærsta kosningaloforð sitt.

Utanríkisráðherra staðfestir þvingunaraðgerðir

Utanríkisráðherra fordæmir innlimun Rússlands á Krím og ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að Krímskagi skyldi verða hluti af Rússlandi.

Landsnet krefur stjórnvöld um stefnumörkun

Landsnet kallar eftir stefnumótun stjórnvalda í jarðstrengjamálum. Ef stjórnvöld heykjast við að klára þá vinnu verður ekki um uppbyggingu flutningskerfisins að ræða á næstunni. Ráðherra boðar niðurstöðu í haust sem tekur tillit til hagkvæmni og umhverfissjónarmiða.

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands um þriggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta yfir karlmanni fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn tveimur 13 ára gömlum stúlkum.

„Þetta verður stórglæsileg ráðstefna"

Vigdís Hauksdóttir verður einn frummælenda á ráðstefnu íslenskra og norskra samtaka sem eru andvíg Evrópusambandsaðild. „Norðmennirnir hafa áratuga reynslu í að berjast gegn aðild," segir Vigdís.

Snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði

Lögreglustjórinn á Húsavík vill koma þeirri ábendingu til vegfarenda um Ljósavatnsskarð og Dalsmynni að á þessum slóðum sé líklegt að víða hafi skapast hætta á snjóflóðum úr fjöllum.

Sjá næstu 50 fréttir