Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands um þriggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta yfir karlmanni fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn tveimur 13 ára gömlum stúlkum. 

Maðurinn var annars vegar sakfelldur fyrir að hafa haft samfarir við stúlku sumarið 2010 þegar hún var 13 ára. Hann var dæmdur til að greiða henni 800 þúsund krónur í miskabætur.

Hins vegar var hann sakfelldur fyrir að hafa með ólögmætri nauðung látið aðra stúlku hafa við sig munnmök haustið 2012.  Hæstiréttur segir manninn hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs- og þroskamunar. Auk þess að hafi hann komið henni í aðstæður sem vöktu með henni ótta og bjargarleysi. Manninum er gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón í miskabætur.

Maðurinn var 18 ára þegar hann framdi seinna brotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×