Jóhannes Kr. kom stúlku til bjargar á Hellisheiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2014 14:00 Jóhannes Kr. ætlar á skyndihjálparnámskeið og hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama. Vísir/HAG/Getty „Í gærkvöldi keyrði ég fram á bílveltu á Hellisheiðinni. Ég sá bifreiðina fara út í kant í mikilli hálku, uppá snjóruðning þar sem hún fór tvær veltur.“ Svona hefur fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson frásögn á heimasíðu sinni um atvik sem hann lenti í í óveðrinu á Hellisheiðinni í gær. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að atvikið hafi fengið sig til að ákveða að kominn væri tími á að sækja skyndihjálparnámskeið. „Eina ástæðan fyrir því að ég deildi þessu á heimasíðunni minni er sú að ég myndi ekki vilja upplifa að koma að slysstað og ekki geta veit alvarlega slösuðum aðstoð,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Jóhannes stöðvaði bíl sinn um leið og hann sá hvað hafði gerst. Hann bað ökumann bílsins fyrir aftan sig um að hringja í lögregluna og hljóp svo að bílnum. „Í bílnum var ung stúlka í miklu losti. Hún hékk í bílbeltinu og vildi komast út. Ég byrjaði á því að lýsa með símanum inn í bílinn til að athuga hvort fætur hennar væru fastir og spurði hana hvort hún gæti hreyft fæturna og hendurnar,“ skrifaði Jóhannes. Bensín hafi verið byrjað að leka inn í bílinn. Jóhannes hafi ákveðið að losa hana úr bílbeltinu og draga hana út úr bílnum. „Hún gat gengið með mér yfir í bíl sem hafði stöðvað og þar var hlúð að henni þar til sjúkrabíllinn kom,“ skrifar Jóhannes. Stúlkan hafi ekki reynst alvarlega slösuð og reiknar hann með að hún nái sér að fullu. Jóhannes undirstrikar hve mikið áfall sé að koma að slysi sem þessu. Adrenalínið hafi dreifst um líkamann og það hafi hjálpað sér að takast á við aðstæðurnar. Hann þakkar þó fyrir að slysið hafi ekki verið alvarlegra en raun bar vitni. Á leið sinni heim ræddi hann við vin sinn símleiðis. Þeir voru fljótir að ákveða að framundan væri skyndihjálparnámskeið. Það hafi hann ekki sótt í líklega um tuttugu ár. Jóhannes segist hafa ákveðið að deila sögu sinni í þeirri von að fleiri, líkt og hann hefur nú ákveðið, muni skrá sig á skyndihjálparnámskeið. „Ef þetta hefði verið alvarlegra, hefði ég verið í stakk búinn til að veita nauðsynlega aðstoð?“ spyr Jóhannes og bætir við: „Maður væri ekki sáttur við sjálfan sig ef maður gæti það ekki.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Í gærkvöldi keyrði ég fram á bílveltu á Hellisheiðinni. Ég sá bifreiðina fara út í kant í mikilli hálku, uppá snjóruðning þar sem hún fór tvær veltur.“ Svona hefur fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson frásögn á heimasíðu sinni um atvik sem hann lenti í í óveðrinu á Hellisheiðinni í gær. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að atvikið hafi fengið sig til að ákveða að kominn væri tími á að sækja skyndihjálparnámskeið. „Eina ástæðan fyrir því að ég deildi þessu á heimasíðunni minni er sú að ég myndi ekki vilja upplifa að koma að slysstað og ekki geta veit alvarlega slösuðum aðstoð,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Jóhannes stöðvaði bíl sinn um leið og hann sá hvað hafði gerst. Hann bað ökumann bílsins fyrir aftan sig um að hringja í lögregluna og hljóp svo að bílnum. „Í bílnum var ung stúlka í miklu losti. Hún hékk í bílbeltinu og vildi komast út. Ég byrjaði á því að lýsa með símanum inn í bílinn til að athuga hvort fætur hennar væru fastir og spurði hana hvort hún gæti hreyft fæturna og hendurnar,“ skrifaði Jóhannes. Bensín hafi verið byrjað að leka inn í bílinn. Jóhannes hafi ákveðið að losa hana úr bílbeltinu og draga hana út úr bílnum. „Hún gat gengið með mér yfir í bíl sem hafði stöðvað og þar var hlúð að henni þar til sjúkrabíllinn kom,“ skrifar Jóhannes. Stúlkan hafi ekki reynst alvarlega slösuð og reiknar hann með að hún nái sér að fullu. Jóhannes undirstrikar hve mikið áfall sé að koma að slysi sem þessu. Adrenalínið hafi dreifst um líkamann og það hafi hjálpað sér að takast á við aðstæðurnar. Hann þakkar þó fyrir að slysið hafi ekki verið alvarlegra en raun bar vitni. Á leið sinni heim ræddi hann við vin sinn símleiðis. Þeir voru fljótir að ákveða að framundan væri skyndihjálparnámskeið. Það hafi hann ekki sótt í líklega um tuttugu ár. Jóhannes segist hafa ákveðið að deila sögu sinni í þeirri von að fleiri, líkt og hann hefur nú ákveðið, muni skrá sig á skyndihjálparnámskeið. „Ef þetta hefði verið alvarlegra, hefði ég verið í stakk búinn til að veita nauðsynlega aðstoð?“ spyr Jóhannes og bætir við: „Maður væri ekki sáttur við sjálfan sig ef maður gæti það ekki.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira