Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir að ráðast á barnsmóður sína

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/PJETUR
Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að ráðast með ofbeldi á fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sína á heimili hennar í janúar 2011.

Í ákæru sagði að maðurinn hefði kýlt í öxl konunnar, hent henni utan í veggi, hrint henni og rifið í hár hennar þannig að hún féll. Þar sem hún lá á gólfinu hafi hann svo sparkað í kvið hennar. Afleiðingar voru brot á handarbakslegg, mar, eymsli og bólgur á höfði og kvið auk þess sem konan missti hár.

Engin vitni urðu að átökunum og aðrir áverkar en brot og mar á handarbaki studdust ekki við læknisvottorð. Gegn eindreginni neitun mannsins var því ekki talið sannað að hann hafi valdið konunni áverkum á höfði og kvið.

Við ákvörðun refsingar var höfð hliðsjón af því að maðurinn hafi ekki sætt refsingu áður svo kunnugt sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×