Innlent

Mótmæla aflífun villikatta

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Undirskriftasöfnun hefur verið sett á laggirnar í kjölfar frétta sem birtust á Vísi og RÚV á miðvikudaginn var, þar sem skorað er á Fljótsdalshérað að finna aðra lausn en að aflífa villiketti í héraðinu.

Félagið Villikettir stendur fyrir undirskriftasöfnuninni.

„Kettirnir eiga uppruna sinn til heimila og þar með íbúa í hverju bæjarfélagi. Kettirnir eiga sannarlega sinn tilverurétt og það hefur sannað sig að aflífun þessara dýra er engin lausn. Það kemur alltaf köttur í kattar stað, ef að aflífun kattanna ætti að virka þyrfti að aflífa alla ketti alls staðar á sama tíma. Á meðan að aðrir ganga lausir ógeltir er þetta allt fyrir bí. Við erum hlynnt mannúðlegri aðferðum s.s að kettirnir yrðu fangaðir og geltir og þeim skilað aftur til síns heima. Í stað þess að framkvæma þetta úrræðaleysi sem bitnar á saklausum og heilbrigðum dýrum. Útrýming þessara dýra á ekki einu sinni að vera hugmynd í siðmenntuðu samfélagi eins og nú árið 2014,“ segir í tilkynningu félagsins.

Yfir hundrað manns hafa ritað nafn sitt á listann en söfnunin hófst í gær. Tilgangur félagsins er að bæta líf og velferð útigangs- og villikatta á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×