Fleiri fréttir

Gunnar Bragi færði styrkina í tal

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, beitti sér fyrir því að þeir IPA-styrkir sem þegar hefðu verið áveðnir yrðu greiddir þrátt fyrir að aðildarviðræðum hefði verið hætt og viðræðuhópar leystir upp. Þannig beitti ráðherrann Gunnar Bragi sér fyrir styrkjum sem hann var í prinsippinu andsnúinn.

Taka ekki við fleiri leikskólabörnum

Þroska- og hegðunarstöð heilsugæslunnar lokar á umsóknir leikskólabarna. Um fimmtíu börn munu nú bætast á langa biðlista Reykjavíkurborgar eftir frumgreiningum á þroskavanda. Móðir segir mikilvægt að fá leiðbeiningar sem fyrst.

Retro Stefson gefur ríkisstjórninni puttann

Retro Stefson gefur ríkisstjórninni puttann á táknrænan hátt en hljómsveitin birtir í dag mynd á fésbókarsíðu sinni sem ber þess merki að hún sé ekki ýkja sátt með niðurskurðinn á RÚV.

Besta tækni lögð í salt með spítalanum

Bið verður á því að nýjasta tækni til krabbameinslækninga verði í boði hérlendis eftir að nýr Landspítali var settur á ís. Fullkomið myndgreiningartæki, sem átti að kaupa, kemst ekki fyrir í gamla húsnæði spítalans. Tækið kostar rúman milljarð.

Bruni í Breiðholti: Líðan konunnar óbreytt

Kona sem bjargaðist úr bruna í Breiðholti á mánudag er enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún hlaut alvarleg brunasár og reykeitrun í bruna í fjölbýlishúsi í Írabakka.

Stefnt að annarri umræðu um fjárlög á morgun

Fjárveitingar til heilbrigðismála verða auknar um hátt í fjóra milljarða króna. Barnabætur verða ekki skertar en haldið er viðþá ákvörðun að skerða vaxtabætur hinna tekjuhærri. Fimm prósenta hagræðingarkrafa er gerð á öll ráðuneyti.

Stór högl á Suðurlandi

Íbúar á Suðurlandi ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar haglél tók að falla.

Bílveltur í borginni

Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú á tíunda tímanum í gærkvöldi, en ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur.

Sextán ára tóbaksþjófar handsamaðir

Tveir 16 ára piltar voru handteknir í Reykjavík laust eftir miðnætti, eftir að þeir höfðu brotist inn í söluturn og stolið þaðan talsverðu af tóbaki.

Eldingar sáust víða - magnað myndskeið

Eldingar, með tilheyrandi þrumum á eftir, hafa sést suðvesturlandi frá því í gærkvöldi og í sumum tilvikum hefur hressilegt haglél komið í kjölfarið, til dæmis á Hvolsvelli í gærkvöldi, þar sem höglin voru óvenju stór.

Ganga í það heilaga 11.12.13 klukkan 14:15

Hjónaefnin Jónbjörn Valgeirsson og Kolbrún Dögg Arnardóttir munu ganga í það heilaga í Hafnarfjarðarkirkju klukkan 14.15 í dag. Dagsetningin var sérvalin og þetta er langt í frá fyrsta talnarunubrúðkaupið sem presturinn tekur þátt í.

Deilt um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var samþykkt í dag. Engar gjaldskrárhækkanir eru fyrirhugaðar í fræðslu- og fjölskyldumálum. Sjálfstæðismenn telja fjárhagsáætlunina bera vott um kosningavetur.

Fjölskylda í skuldasúpu eftir Eir

Fjölmörg dæmi er um að einstaklingar og fjölskyldur þeirra hafi tapað miklum fjármunum á því að kaupa íbúarétt á Eir.

Nemendur í framhalds og háskólum nota ofvirknilyf í prófum

Lyfjaeftirlitinu hefur borist fjöldi ábendinga um að framhalds- og háskólanemar misnoti örvandi lyf í próflestri. Háskólanemi sem fréttastofa ræddi við segir samnemendur sína hafa gert tilboð í lyf sem hann er á vegna taugagalla. Ekki þróun sem við viljum sjá, segir lyfjafræðingur.

Ný íslensk verksmiðja: Stóreykur verðmæti sjávarafurða

Íslendingar hafa þróað byltingarkennda próteinverksmiðju sem framleiðir mjöl og fiskolíu úr úrgangi sem annars hefði verið hent. Verksmiðjan hentar við aðstæður þar sem slík verðmætavinnsla hefur ekki komið til greina áður, bæði á landi og sjó.

Aspartam ýti ekki undir krabbamein

Niðurstaða Matvælastofnunar Evrópu er að aspartam veldi ekki skemmdum á genum eða ýti undir krabbamein. Né hafi það áhrif á heila eða taugakerfi eða hegðun og atferli barna.

Ráðuneytin verða að skera meira niður

Barnabætur verða ekki skertar eins og til stóð en farið verður fram á að einstök ráðuneyti skeri meira niður hjá sér í fjárlögum næsta árs.

Engar gjaldskrárhækkanir á Akranesi

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, segir þetta þýða rúmlega 8 milljóna króna tekjuskerðingu sveitarfélagsins miðað við áætlaða hækkun samkvæmt neysluvísitölu.

Vilja að handtökuaðferðin verði skoðuð

Landssamband lögreglumanna vill að handtökuaðferðin sem beitt var við handtöku á Laugavegi í sumar verði skoðuð af Ríkislögreglustjóra og Lögregluskólanum.

Frú Vigdís biður Freyju afsökunar

Freyju Haraldsdóttur varaþingmanni þótti miður þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir notaði orðið fatlaður um eitthvað sem ekki var í lagi. Vigdís hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum.

Barnabætur verða ekki lækkaðar á næsta ári

Barnabætur verða ekki lækkaðar í fjárlögum næsta árs eins og til stóð. Þetta kom fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar á Alþingi í dag.

„Þetta er guðsgjöf“

Örvar Þór Guðmundsson hefur á fésbókarsíðu sinni safnað 1,4 milljónum fyrir fjölskyldur langveikra barna. „Það er dásamlegt fyrir þetta fólk að vita að þau geta keypt í jólamatinn,“ segir Ragna K. Marínósdóttir, framkvæmdarstjóri Umhyggju.

Skólastjóri í jólasveinabúning og með sundgleraugu

"Þrátt fyrir að desember sé útgjaldamesti mánuður ársins þá er hægt að láta gott af sér leiða og styrkja stöðu barna á Íslandi,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill um frumlegt söfnunarátak.

Sjá næstu 50 fréttir