Innlent

Nemendur í framhalds og háskólum nota ofvirknilyf í prófum

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Lyfjaeftirlitinu hefur borist fjöldi ábendinga um að framhalds- og háskólanemar misnoti örvandi lyf í próflestri.

Háskólanemi sem fréttastofa ræddi við segir samnemendur sína hafa gert tilboð í lyf sem hann er á vegna taugagalla. Ekki þróun sem við viljum sjá, segir lyfjafræðingur.

Þetta staðfestir lyfjaeftirlitið við fréttastofu í dag og segir vandamálið erfitt viðureignar. Lyfin eru seld á svörtum markaði fréttastofa greindi frá því á dögunum að verslun með læknadóp sé til að mynda vaxandi vandamál á samfélagsmiðlum á borð við facebook.

Lyfjafræðingur segir það ekki fullrannsakað hvernig áhrif slík lyf hafa á fólk sem ekki þurfi á þeim að halda.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtöl við háskólanema sem margir kannast við þennan raunveruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×