Innlent

Engar gjaldskrárhækkanir í skólum í Kópavogi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum í kvöld að gjaldskrár í skólum sveitafélagsins hækki ekki um áramótin. „Það þýðir að leikskóla- og matargjald verður óbreytt í leikskólum og matargjald verður óbreytt í grunnskólum. Verðskrá dægradvalar verður sömuleiðis óbreytt,“ segir í frétt á vef bæjarins.

Einnig samþykkti bæjarstjórnin að hækka ekki mat fyrir eldri borgara, heimilishjálp eða heimkeyrslu á mat til þeirra.

Markmiðið með ákvörðuninni er að draga úr verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum. „Bæjarstjórn hvetur sveitarfélög og aðra opinbera aðila til þess að falla einnig frá gjaldskrárhækkunum þannig að forða megi vísitöluhækkunum á gjaldskrám síðar á árinu,“ segir í bókun bæjarstjórnar Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×