Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2013 11:49 Þegar Ísland var að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstætt ríki naut það ríkulegrar aðstoðar, meðal annars með Marshall aðstoð Bandaríkjamanna sem annars var bara veitt þjóðum sem fóru illa út úr seinni heimsstyrjöldinni. Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira