Innlent

Vilja að handtökuaðferðin verði skoðuð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Landssamband lögreglumanna vill að handtökuaðferðin sem beitt var við handtöku á Laugavegi í sumar verði skoðuð af Ríkislögreglustjóra og Lögregluskólanum. Eins og fram hefur komið í fréttum var lögreglumaðurinn sem beitti handtökunni dæmdur fyrir að hafa farið offari við hana.

Þetta kemur fram á mbl.is. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segist verulega hugsi yfir dómnum. Stjórn sambandsins fundaði um dóminn í gær.

Lögreglumaðurinn var dæmdur til þess að greiða 300 þúsund krónur í sekt en hann hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Landssambandið hyggst fylgja máli lögreglumannsins eftir.

Snorri segir að brýnt sé að niðurstaða fáist í málið á æðsta dómsstigi. Ekki megi vera vafi á þeim aðferðum sem lögreglan beiti við handtöku á fólki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×