Innlent

Bílveltur í borginni

Gissur Sigurðsson skrifar
Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú á tíunda tímanum í gærkvöldi, en ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur.

Bíllinn staðnæmdist á toppnum.  Ökumaðurinn var að skipta um akrein þegar hann missti stjórn á bílnum með þessum afleilðingum.

Hann slapp líka ómeiddur ökumaðurinn, sem missti stjón á bíl sínum á Bíldshöfða um eitt leitið í nótt og hafnaði á ljósastaur. Bæði bíll og staur skemmdust mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×