"Alla langar að hjálpa en fólk veit kannski ekki hvernig það getur gert það" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. desember 2013 20:00 Vinkonurnar Áslaug Þorgeirsdóttir og Rakel Rúnarsdóttir standa að söfnun fyrir fátækar fjölskyldur í Hafnarfirði, fyrir jólin. Vinkonurnar Áslaug Þorgeirsdóttir og Rakel Rúnarsdóttir standa á bak við verkefnið Hjálp um jólin- Hafnarfjörður, sem ætlað er að aðstoða fjölskyldur sem þurfa á hjálp að halda fyrir jólahátíðina. „Þetta er oft erfiður tími fyrir fólk sem hefur lítið á milli handanna og við ákváðum að einblína á Hafnarfjörð, heimabæ okkar,“ segir Rakel. Söfnunin fer vel af stað og hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar stutt hana, með vörum og frjálsum framlögum. „Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað allir eru tilbúnir að hjálpa og leggja sitt af mörkum,“ segir Rakel. Þörfin er víða og má sem dæmi nefna að 700 fjölskyldur munu fá aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þessi jól og neyðast samtökin til að hafna hjálparbeiðnum á hverjum degi. Og eruð þið komnar með einhverjar fjölskyldur sem munu þiggja þessa hjálp? „Já, við erum búnar að fá nokkuð margar ábendingar þannig að það verður erfitt að velja,“ segja þær. Uppboð til styrktar söfnuninni stendur nú yfir á facebooksíðunni Hjálp um jólin. Þar er boðin upp glæsileg uglumynd frá hafnfirsku listakonunni Heiðdísi Helgadóttur og er hægt að bjóða í hana þar til á morgun. En hvernig skyldi hugmyndin að söfnuninni hafa kviknað? „Alla langar að hjálpa en fólk veit kannski ekki hvernig það getur gert það. Við bara hentum okkur í djúpu laugina og byrjuðum að senda tölvupósta. Þetta vatt upp á sig og varð allt í einu að stærra verkefni. Ég held það geti þetta allir,“ segir Áslaug að lokum. Á Facebooksíðu söfnunarinnar eru nánari upplýsingar. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Vinkonurnar Áslaug Þorgeirsdóttir og Rakel Rúnarsdóttir standa á bak við verkefnið Hjálp um jólin- Hafnarfjörður, sem ætlað er að aðstoða fjölskyldur sem þurfa á hjálp að halda fyrir jólahátíðina. „Þetta er oft erfiður tími fyrir fólk sem hefur lítið á milli handanna og við ákváðum að einblína á Hafnarfjörð, heimabæ okkar,“ segir Rakel. Söfnunin fer vel af stað og hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar stutt hana, með vörum og frjálsum framlögum. „Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað allir eru tilbúnir að hjálpa og leggja sitt af mörkum,“ segir Rakel. Þörfin er víða og má sem dæmi nefna að 700 fjölskyldur munu fá aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þessi jól og neyðast samtökin til að hafna hjálparbeiðnum á hverjum degi. Og eruð þið komnar með einhverjar fjölskyldur sem munu þiggja þessa hjálp? „Já, við erum búnar að fá nokkuð margar ábendingar þannig að það verður erfitt að velja,“ segja þær. Uppboð til styrktar söfnuninni stendur nú yfir á facebooksíðunni Hjálp um jólin. Þar er boðin upp glæsileg uglumynd frá hafnfirsku listakonunni Heiðdísi Helgadóttur og er hægt að bjóða í hana þar til á morgun. En hvernig skyldi hugmyndin að söfnuninni hafa kviknað? „Alla langar að hjálpa en fólk veit kannski ekki hvernig það getur gert það. Við bara hentum okkur í djúpu laugina og byrjuðum að senda tölvupósta. Þetta vatt upp á sig og varð allt í einu að stærra verkefni. Ég held það geti þetta allir,“ segir Áslaug að lokum. Á Facebooksíðu söfnunarinnar eru nánari upplýsingar.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira