Innlent

Fann loksins fyrir öryggi

„Ég fann fyrst fyrir öryggi þegar mamma missti loks forræðið," segir hin átján ára Svanhildur Sigríður Mar.

Eins og fram kom á Vísi í morgun hefur Svanhildur, oftast kölluð Mía, búið hjá um tuttugu fjölskyldum og gengið í tíu skóla.

Um fimmtán ára aldurinn missti móðir hennar loksins forræðið og þá fyrst fann hún fyrir öryggi en talið er að móðir hennar sé haldin Munchausen-sjúkdómi.

Þrátt fyrir mikla erfiðleika alltaf gengið vel í skóla, var dúx grunnskóla síns og vill koma þeim skilaboðum til fólks að engir erfiðleikar séu óyfirstíganlegir.

Þessi sterka stelpa verður í viðtali við Ísland í dag, í opinni dagskrá klukkan 18:55 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×