Innlent

Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af samningum

Jóhanna Margrét Einarsdóttir Brjánn Jónasson Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Stefán
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhyggjuefni að engar samningaviðræður séu í gangi á milli aðila vinnumarkaðarins. „Við höfum verið að skoða nýja útfærslu á lækkun tekjuskatts í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Sú vinna er þýðingarlaus á meðan allt situr fast,“ segir Bjarni.

Verkalýðsfélögin þrjú sem mynda Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjarasamningsviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til sáttasemjara. Flóabandalagið leggur áherslu á að hækka lægstu launin með krónutöluhækkun.

VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna vísuðu einnig kröfugerðum sínum til sáttasemjara eftir fund með SA í dag. Helstu áherslur í kröfugerð þeirra eru aukinn kaupmáttur og stöðugleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×