Fleiri fréttir

Ók lyftara á rafmagnskassa

Allt hafnarsvæðið í Þorlákshöfn og iðnaðarhverfið þar í grennd urðu rafnagnslaus upp úr klukkan þrjú í nótt, eftir að maður sem var að vinna við fiskmarkaðinn, ók lyftara óvart á rafmagnskassa utandyra.

Gámabíll vóg salt á gilbrún

Minnstu munaði að stórslys yrði á Svalbarðseyri við Eyjafjörð laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar stór dráttarbíll með fullestaðan gám, vóg nánast salt á gilbrún , en fallið þar er tíu til 15 metrar og hefði gámurinn að líkindum kramið bílstjórahúsið.

Fylgjendum aðildar að ESB fer fjölgandi

Andstaðan við ESB-aðild er mest innan Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Níu af hverjum tíu stuðningsmönnum Samfylkingarinnar styðja aðild. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin Já, Ísland í þessum mánuði.

Sjávarútvegsráðherra fundar um Kolgrafafjörð í dag

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra fundar í dag með viðbragðshópi vegna síldargöngunnar inn í Kolgrafafjörð og ræðst þar væntanlega hvort smábátum verður áfram heimilt að veiða að vild inni á firðinum.

Kröfðust þess að félaginn yrði leystur úr haldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að fjölbýlishúsi í austurborginni um eitt leitið í nótt, vegna hávaða frá samkvæmi. Húsráðandi, sem er kona á þrítugsaldri, lofaði að lækka í tækjunum og þagga niður í gestunum, en þegar það gekk ekki eftir kom lögreglan aftur á vettvang.

Áhyggjur af ágengum fuglum og hreindýrum

Meðlimir atvinnu- og menningarmálanefndar Hornafjarðar hafa áhyggjur af ágangi hreindýra, gæsa og álfta á tún og akra bænda í á svæðinu. Fara verði í aðgerðir til að sporna gegn þessari þróun.

Heitt vatn hækkað um 43 prósent

Fulltrúar minnihlutans í framkvæmda- og veitustjórn Árborgar mótmæltu harðlega þegar ákveðið var á fundi stjórnarinnar að hækka verð á heitu vatni frá Selfossveitum um 5 prósent.

Útsvar lækkar um 0,5 prósent í Eyjum

Bæjarstjórn Vestamannaeyja hefur samþykkt að lækka útsvar um hálft prósent. Fer þá álagningin á næsta ári úr 14,48 prósentum í 13,98.

Máttu ekki borga pabba og mömmu

Hjón sem voru í greiðsluaðlögun voru tekin úr henni eftir að hafa greitt tæplega 600 þúsund króna skuld við foreldra annars þeirra.

Búið að veiða um 40 tonn í Kolgrafafirði

Áætlað er að um 100 þúsund tonn séu af síld í Kolgrafafirði. Sjö til átta smábátar voru við veiðar fyrir innan brú um helgina. Um 80 þúsund krónur fást fyrir síldartonnið. Smábátasjómenn eru hvattir til að sækja síldveiðileyfi til Fiskistofu í dag.

Tvöfalda þarf framlög til háskóla á Íslandi til að vera á pari við Norðurlöndin

"Útgjöld til heilbrigðismála eru í raun á pari við OECD ríkin hér á landi sem mörgum finnst í raun og veru ekkert rosalegt afrek því innan OECD erum margvísleg lönd sem við berum okkur ekkert endilega við,“ sagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, í þættinum Sprengisandur í morgun á Bylgjunni.

Flughálka víðsvegar um landið

Vegagerðin varar við flughálku á Holtavörðuheiði, Landvegi, Mýrdalssandi og í kringum Kirkjubæjarklaustur. Á Suður- og Suðvesturlandi er einnig mikil hálka en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag veltu fjórir ökumenn bifreið sinni á svæðinu í dag.

Barnavörubasar til styrktar Kvennadeild Landspítalans.

Styrktarfélagið Líf stóð í dag fyrir barnavörubasar til að fjármagna endurbætur á Kvennadeild Landspítalans. Meðal þeirra sem gerðu góð kaup voru fyrirhyggjusamir foreldrar og útsjónarsamir jólasveinar.

Formaður SA vill þjóðarsátt um aukningu kaupmáttar

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki innlegg í málefnalega umræðu að líkja forystu samtakanna við Hitler og liðsmenn hans í birginu undir kanslarahöllinni dagana fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Samtökin vilji þjóðarsátt um að auka kaupmátt í landinu.

Fjórar bílveltur á Suðurlandi í dag

Fjórar bílveltur hafa komið upp á Suðurlandi í dag en gríðarlega hálka er á vegum í Árnessýslu. Mikil ísing er á vegum og leynir hún á sér en enginn hefur slasast alvarlega og betur hefur farið en á horfðist.

Nóg til af lækningatækjum á Íslandi en ekki á sjúkrahúsum

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsuhagfræðingur segir að mikilvæg tæki í heilbrigðisþjónustinni séu ekki færri hér á landi en annars staðar, en þau séu ekki endilega inni á spítulunum. Þá starfi heldur ekki færri læknar og hjúkrunarfræðingar á Íslandi en í öðrum OECD ríkjum

Lokað í Bláfjöllum í dag

Fyrsti opnunardagur vetrar var í Bláfjöllum í gær. Skíðasvæðið er lokað í dag vegna veðurs.

Hákarl drap brimbrettamann

35 ára karlmaður lést í morgun þegar hákarl réðst á hann undan ströndum Gracetown í Ástralíu.

Kynnir skuldaniðurfellingar í næstu viku

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Selfossi í dag. Gert er ráð fyrir því að starfshópur Sigmundar um skuldaniðurfellingarnar skili af sér tillögum í næstu viku.

Hafa verið gift í 81 ár

Hinn 102 ára John og hin 98 ára Ann giftu sig í New York árið 1932. Hjónaband þeirra trónir á toppi listans yfir lengstu hjónabönd í Bandaríkjunum.

Þyrla sækir slasaðan vélsleðamann

Björgunarsveitir frá Akureyri, Grenivík og Eyjafjarðarsveit voru kallaðar út rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna vélsleðamanns sem er slasaður innst í Bakkadal í Fjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og er nú á leiðinni á vettvang.

Raunverulegt síldarævintýri í Kolgrafafirði

Mikið líf er í Kolgrafafirði þessa stundina en talið er að um hundrað þúsund tonn af síld séu í firðinum þessa stundina. Mikil stilla er í veðri en það eru alls ekki kjöraðstæður fyrir síldina sem fær þá minna súrefni. Nokkuð er af fólki á svæðinu sem reynir að bjarga þessum verðmætum. Breki Logason ræddi við Hrund Þórsdóttur fréttamann sem var á svæðinu fyrir hönd Stöð 2 og Bylgjunnar.

,,Ekki hætta Eiður Smári''

Útvarpsmennirnir Rúnar Freyr Gíslason og Jóhannes Haukur Jóhannesson hafa samið lag til heiðurs Eiðs Smára Guðjohnsen og biðla þeir félagar til leikmannsins að hætta við að leggja skóna á hilluna.

Heimildamynd um lygi

Alex Gibney var nýbúinn að klára heimildamynd um hetjudáðir og sigra Lance Armstrong þegar hjólreiðakappinn játaði áralanga lyfjamisnotkun. Nú, einum þremur árum síðar, er ný útgáfa myndarinnar tilbúin sem ber titilinn: Lygi Armstrongs.

Reyndi að stinga lögreglumenn af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti bifreið eftirför í Kópavogi rétt fyrir klukkan 11 í gærkvöldi en grunar var á að bílstjórinn væri í annarlegu ástandi.

Bíða eftir fyrsta "lækinu“

Á sunnudagskvöld verður frumsýndur á RÚV nýr þáttur um íslenskt mál sem heitir Orðbragð. Stjórnendur þáttarins segjast hafa kynnst nýjum hliðum á íslenskri tungu og hvort öðru.

Samfylkingin i Reykjavík prófkjör eða uppstilling

Kosið verður um hvort að uppsillingarnefnd raði á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor eða hvor að haldið verður lokað prófkjör, þar einungis þeir sem eru flokksbundnir í Samfylkingunni fá að taka þátt.

Ég hlakka til að gera allt

Edda Heiðrún Bachmann steig fyrst á svið í atvinnuleikhúsi fyrir 30 árum en fyrir tíu árum greindist hún með MND sjúkdóminn. Hún á fallegan feril sem leikari, söngvari, leikstjóri, verslunar- og myndlistarmaður. Nú undirbýr hún nýja starfsemi.

Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa

Rannsókn á íslenskum prófkjörum hrekur fyrri kenningar um að konur og ungt fólk nái síður árangri. Konur ná frekar þingsætum þar sem prófkjör eru haldin og kjörnir fulltrúar eru að jafnaði fimm árum yngri.

Sjá næstu 50 fréttir