Innlent

Hafa verið gift í 81 ár

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
„Við áttum engra annarra kosta völ en að giftast. Ég var sautján ára en faðir minn var búinn að ákveða að ég myndi giftast mun eldri manni. John var ekki ,,strákurinn í næsta húsi“ en hann var strákurinn hinu megin við götuna og ég elskaði hann,“ segir hin 98 ára Ann Betar.

Ann og eiginmaður hennar, hinn 102 ára John, giftu sig í New York 25. nóvember árið 1932 og fagna því 81 árs brúðkaupsafmæli sínu á mánudaginn.

„Við höfum fylgst með heiminum breytast saman,“ sagði John, og hann var með einfalda skýringu á því hvernig farsælt hjónaband gengur fyrir sig. „Lykillinn er að vera alltaf sammála eiginkonunni.“

John og Ann eiga fimm börn, tvö þeirra eru látin, 14 barnabörn og 16 barnabarnabörn. Elsta dóttir þeirra er nú áttræð. Hjónaband þeirra trónir á toppi listans yfir lengstu hjónabönd í Bandaríkjunum.  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×