Innlent

Þyrla sækir slasaðan vélsleðamann

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Björgunarsveitir frá Akureyri, Grenivík og Eyjafjarðarsveit voru kallaðar út rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna vélsleðamanns sem er slasaður innst í Bakkadal í Fjörðum. Voru það ferðafélagar mannsins sem kölluðu eftir aðstoð.

Fyrstu björgunarsveitarmenn komu á staðinn um klukkan hálf fimm. Skúli Árnason í svæðisstjórn björgunarsveita á Norðurlandi segir að maðurinn sé eitthvað slasaður og verið sé að vinna á vettvangi þessa stundina.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og er nú á leiðinni á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×