Innlent

Tvöfalda þarf framlög til háskóla á Íslandi til að vera á pari við Norðurlöndin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tinna Laufey Ásgeirssdóttir
Tinna Laufey Ásgeirssdóttir mynd / daníel

"Útgjöld til heilbrigðismála eru í raun á pari við OECD ríkin hér á landi sem mörgum finnst í raun og veru ekkert rosalegt afrek því innan OECD erum margvísleg lönd sem við berum okkur ekkert endilega við,“ sagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, í þættinum Sprengisandur í morgun á Bylgjunni.

Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi ræddi við hana um menntamál á Íslandi.

„Norðurlöndin öll er til dæmis vel yfir meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að heilbrigðismálum. Þegar við skoðum menntun í heild sinni og berum okkur saman við önnur OECD ríki þá kemur í ljós að hún er ágætlega fjármögnuð hér á landi. Það skýrist af þeirri ástæðu að yngri skólastig er vel fjármögnuð hér á landi. Við erum í raun töluvert fyrir ofan meðaltalið milli annarra OECD ríkja. Aftur á móti er háskólastigið gríðarlega undirfjármagnað hér á landi.“

„Þegar háskólastigið er skoðað þá er eins og við séum á einhverjum allt öðrum stað. Þar erum við langt undir OECD meðaltalinu hvað varðar framlög til háskóla. Við þyrftum eiginlega að hækka framlög til háskóla um 60% til að vera nálægt meðaltali OECD  ríkjanna. Samt sem áður er það meðaltal kannski ekkert alveg það sem við viljum vera bera okkur við. Við þurfum í raun að tvöfalda framlögin til háskólanna til að vera á pari við hinn norðurlöndin.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Tinnu í heild sinni hér að ofan.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.