Fleiri fréttir

Allir geislafræðingarnir drógu uppsagnir sínar til baka

Allir geislafræðingarnir sem sögðu upp störfum sínum á Landspítalanum og gengu þaðan út í síðustu viku, hafa ákveðið að snúa aftur til starfa. Þeim hafði verið gefinn frestur til miðnættis í gær til að draga uppsagnir sínar til baka.

Ómögulegt að fá fólk til starfa

Svo mikið er að gera í kvikmyndageiranum hér á landi að ómögulegt er að fá fólk til starfa. Lúxusvandamál, segir formaður félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna.

Segir plan B ekki gæfulegt

Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra hefur ekki valdheimild til þess að úthluta aflahlutdeild og aflamagni í úthafsrækju miðað við aflareynslu síðustu þriggja ára. Þetta segir í lögfræðiáliti sem lögfræðistofan Land lögmenn vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Sigmundur Davíð vildi Egil Helgason í framboð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vildi fá sjónvarpsmanninn Egil Helgason í framboð fyrir flokkinn í alþingiskosningunum árið 2009.

Þýsk skúta sökk út af Garðskaga

Tólf þýskum ungmennum var bjargað hröktum um borð í björgunarskip Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í nótt. Oddur Arnar Halldórsson skipstjóri segir skipverja hrakta og skelkaða en heila.

Umferðarþungi á Látrum

"Þetta hefði hljómað eins og skrýtla fyrir nokkrum árum,“ segir Gísli Már Gíslason, formaður Bjargtanga sem er félag landeigenda á Látrum, um þá þungu bílaumferð sem fer gegnum sumar­bústaðabyggðina á Látrum.

Lögreglan rannsakar Deildu

Ákvörðun Deildu.net um að leyfa niðurhal á íslensku myndefni hefur sett kæru gegn eigendum síðunnar í forgang hjá lögreglu. Baltasar Kormákur segir að niðurhalið muni á endanum eyðileggja íslenska kvikmyndagerð.

Óvissa um þróunarverkefni

Eftir að ESB lokaði á frekari IPA-styrki til verkefna á Íslandi ríkir óvissa um 13 tilraunaverkefni um allt land, meðal annars á sviðum atvinnu- og byggðamála. Óvíst er hvort hægt verði að halda áfram með mörg þeirra.

Þátttaka Þjóðkirkjunnar að Hátíð vonar stendur

Biskup segir Þjóðkirkjuna ekki ætla að endurskoða aðkomu sína að Hátíð vonar, þar sem predikarinn Franklin Graham mun flytja boðskap sinn. Prestur Þjóðkirkjunnar og formaður Samtakanna "78 eru mjög ósáttir við þátttöku kirkjunnar.

Fólki sem þiggur sérstakar bætur hefur fjölgað mikið

Árið 2008 hófu sveitarfélög að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem búa við erfiðar aðstæður. Bótaþegum sem þiggja slíkar bætur hefur nú fjölgað um rúmlega 3.200 manns frá árinu 2009 og eru nú um 4500.

Stórslasaði keppnishesta og ók á braut

Um tuttugu hestar fældust og fimm slösuðust alvarlega þegar ökumaður keyrði inn í mitt hestastóð sem verið var að rekja yfir tvíbreiða brú við Hrúteyjarkvísl í Þingeyjarsveit í kvöld.

Undarleg hljóð vöktu áhyggjur

Óskað var eftir aðstoð lögreglu að húsi í Hafnarfirði um kaffileytið í gær. Þar hafði ungur maður brugðið sér í bað, en móðir hans varð áhyggjufull þegar einkennileg hljóð bárust frá baðherberginu.

"Þetta er áskorun sem við ætlum að taka og sigra heiminn“

Hjón úr Reykjanesbæ ætla að fara hálfmaraþon saman í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst. Þau munu skera sig úr í hópnum því Kristjana er haldin taugahrörnunarsjúkdómnum SMA og Bjarni hleypur með hana í sérhönnuðum sporthjólastól. Hrund Þórsdóttir heimsótti þau í dag.

"Finnum að við erum ekki ein í þessu“

Fáum miklu meiri aðstoð hér á landi en í Póllandi segja foreldrar annarar stúlkunnar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi síðastliðinn sunnudag. Sett hefur verið af stað söfnun til að aðstoða fjölskyldur stúlknanna við að koma þeim til Póllands, þar sem þær verða jarðsettar.

"Mér líður rosalega illa"

Geislafræðingum hefur verið gefinn frestur til miðnættis í kvöld til að draga uppsagnir sínar til baka. Þeir höfðu áður sett endurráðningu formanns Félags geislafræðinga sem skilyrði fyrir því að snúa aftur til starfa, en henni var sagt upp störfum í vor.

Flakið flutt til Reykjavíkur í dag

Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001.

Nafn mannsins sem lést á Suðurlandsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt frá Þingborg í gær hét Leifur Ársæll Leifsson til heimilis að Smáragötu 5 í Vestmanneyjum. Leifur var fæddur 8. febrúar 1955 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.

Fljúgandi lesbíur í Hörpu

"Þetta er búið að fara mjög vel af stað í vikunni og núna erum við að fara telja inn í hraðari gír,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga árið 2013.

"Ríkisstjórnin eins og fíll í glervöruverslun"

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook-síðu sinni í dag að ríkisstjórnin sé orðið stærsta efnahagsvandamálið og hún sé eins og fíll í glervöruverslun.

Dæmdur perri játaði fyrir dómi

Kynferðisafbrotamaðurinn Jóhannes Páll Sigurðsson, áður Jóhann Sigurðarson, játaði fyrir dómi að hafa brotist inn á þrjú heimili, farið nakinn inn í sturtu til ókunnugrar konu og strokið handarbak 17 ára stúlku. Reyndi tvö húsbrot í viðbót.

Sandgerðingar óvænt krafðir um lóðarleigu

Sandgerðisbær hefur tekið að sér að senda stórum hluta íbúa bréf fyrir hönd landeigenda þar sem þeir eru rukkaðir um tugþúsundir í lóðarleigu á ári. Leigan hefur ekki verið innheimt árum saman. Til stendur að blása til íbúafundar um málið.

Losa úrgang í sjóinn

Illa gengur að binda endi á áratuga hefð fyrir því að sturta slógi fram af bjargi við Þorlákshöfn. Búið er að steypa þröskuld við bjargbrúnina. Lögbrot sem ekki verður liðið segir bæjarstjóri. Allir sammála um að brýn þörf sé fyrir bræðslu á svæðinu.

Læknadópið hækkað mest frá aldamótum

Lyf sem notuð eru til lækninga leika sífellt stærra hlutverk á vímuefnamarkaðnum hér á landi og hafa rítalín og morfín hækkað mest allra vímuefna á síðustu tólf árum. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun SÁÁ.

Banaslys á Suðurlandsvegi

Banaslys varð á Suðurlandsvegi skammt frá Þingborg á sjötta tímanum í dag þegar sendibifreið og vörubifreið, sem komu úr gagnstæðum áttum, rákust á.

Flugmaðurinn enn á sjúkrahúsi

Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans.

Borgar á annan milljarð samtals fyrir afnot af Perlunni

Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa.

"Þetta kom mér mjög mikið á óvart"

Tvær milljónir gesta hafa heimsótt Hörpuna frá því að húsið var opnað fyrir rúmum tveimur árum og náðist áfanginn þegar Sjöfn Friðriksdóttir mætti þangað seinni partinn í dag. Forstjóri Hörpunnar segir aðsókn að húsinu langt umfram væntingar.

Geislafræðingar ítreka afstöðu sína í bréfi til forstjóra LSH

19 af 40 geislafræðingum sem gengu út af Landspítalanum í síðustu viku, neita að snúa aftur til starfa nema formaður Félags geislafræðinga, sem sagt var upp störfum í vor, verði endurráðinn. Staðgengill forstjóra Landspítalans segir ekkert óeðlilegt við uppsögnina.

Unnið að úrbótum á matvælaöryggi á Íslandi

Ekki er hægt að skima fyrir öllum hættulegum aukaefnum í matvælum sem nauðsynlegt er, með þeim tækjakosti sem til er á landinu í dag. Verkefni á vegum Matís er ætlað að auka matvælaöryggi á Íslandi og vernda neytendur.

Sjá næstu 50 fréttir