Innlent

Sigmundur Davíð vildi Egil Helgason í framboð

Boði Logason skrifar
Egill Helgason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins
Egill Helgason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi fá sjónvarpsmanninn Egil Helgason í framboð fyrir flokkinn í alþingiskosningunum árið 2009.

Í viðtali við DV í dag segir Egill að honum hafi staðið til boða að fara í pólitík. „Ég hefði getað orðið þingmaður í þar síðustu kosningum - árið 2009. Ég vildi það ekki, konan vildi það ekki,“ segir Egill. Hann tekur fram að hann haldi að hann hefði aldrei getað beygt sig undir hið svokallaða flokksræði eða talað gegn sinni sannfæringu í málum.

„Jú, það var Framsókn. Sigmundur Davíð kom að máli við mig. Það hafa löngum verið kærleikar okkar á milli og hann bauð mér að ganga til liðs við flokkinn. Ætli ég væri ekki utanríkisráðherra í dag hefði ég þekkst boðið - eða taugahrúga!" segir Egill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×