Innlent

Segir plan B ekki gæfulegt

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Jón Guðbjartsson
Jón Guðbjartsson
Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra hefur ekki valdheimild til þess að úthluta aflahlutdeild og aflamagni í úthafsrækju miðað við aflareynslu síðustu þriggja ára. Þetta segir í lögfræðiáliti sem lögfræðistofan Land lögmenn vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, varðandi það hvernig stjórnun á úthafsrækju verður háttað, er beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hafa nokkur fyrirtæki lagt mikið í uppbyggingu á þeim þremur árum sem úthafsrækjuveiði hefur verið frjáls.

Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa ehf., segir að ef þetta álit reynist rétt sé skynsamlegast fyrir ráðherra að gefa veiðarnar frjálsar en breyta svo lögum. „Það er oft verið að spyrja mig um plan B, það er að segja hvað ég geri ef við fáum ekki kvótann,“ segir Jón. „Plan B þýðir einfaldlega að við verðum að vera með hálfs árs vinnslu, þá er jafnvel betra að loka svo maður fari ekki á hausinn, selja skip eða skrá þau erlendis.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×