Innlent

Fljúgandi lesbíur í Hörpu

Boði Logason skrifar
Sagan segir að þarna verði meðal annars fljúgandi lesbíur, dönsk myndlist, kórar og kveðja að utan frá mannréttindafrömuði.
Sagan segir að þarna verði meðal annars fljúgandi lesbíur, dönsk myndlist, kórar og kveðja að utan frá mannréttindafrömuði.
„Þetta er búið að fara mjög vel af stað í vikunni og núna erum við að fara telja inn í hraðari gír,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga árið 2013.

Dagskrá hátíðarinnar hófst á þriðjudaginn og í kvöld er komið að sjálfri opnunarhátíðinni, sem verður með öðru sniði en síðustu ár.

„Opnunarhátíðin fer fram í Hörpu í fyrsta skiptið. Við færum okkur úr sitjandi-stemmingu í Háskólabíói yfir í standandi kokteil-stemmingu tónlistarhúsið. Ég lofa miklu fjöri. Þemað er "Hey þú sykur" og ástin verður í aðalhlutverki. Sagan segir að þarna verði meðal annars fljúgandi lesbíur, dönsk myndlist, kórar og kveðja að utan frá mannréttindafrömuði. Þannig ég held að það verði mikil stemming.“

Jón Gnarr, borgarstjóri hefur látið mikið til sín taka í málefnum samkynhneigðra, en Gunnlaugur vill ekki gefa upp hvort að hann verði í Hörpu í kvöld.

„Það ríkir nú ennþá svo mikil leynd yfir hátíðinni í kvöld, þannig ég þori ekki alveg að fara með það. En hann verður með okkur á laugardaginn í göngunni,“ segir Gunnlaugur Bragi.

Nánari upplýsingar á vef Hinseigin daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×