"Þetta er áskorun sem við ætlum að taka og sigra heiminn“ Hrund Þórsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 18:45 Í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra fóru þau Bjarni Sigurðsson og Kristjana Margrét Harðardóttir tíu kílómetra saman en nú er stefnan sett á hálfmaraþon. Bjarni hefur aldrei hlaupið svo langt áður. „Þetta er áskorun sem við ætlum að taka og sigra heiminn,“ segir Bjarni. Til að gera afrekin möguleg fengu þau lánaðan hjólastól hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. „Þetta er sérhannaður léttari stóll en þessir týpísku hjólastólar svo þetta verður skemmtilegt,“ segir Kristjana. Þau hjón hlaupa til styrktar FSMA, sem er stuðningsfélag SMA sjúklinga og fjölskyldna þeirra hér á landi. SMA er meðfæddur taugasjúkdómur sem veldur vöðvarýrnun. Hann er til á fjórum stigum og er stig eitt alvarlegast. Kristjana er með SMA III. „Ég er ekkert rosalega sterk, ég get ekki lyft þungu og ég labba ekki en ég get staðið. Ég labbaði sem krakki og unglingur, þetta gerist allt mjög hægt,“ segir hún. Kristjana bindur vonir við lyf sem er væntanlegt. „Þeir eru byrjaðir í klínískum rannsóknum með lyf og byrjaðir að sprauta í SMA krakka. Þetta lofar góðu og maður er svolítið spenntur,“ segir hún. Bjarni og Kristjana giftu sig árið 2005 en þau kynntust í gegnum sameiginlega vinkonu. „Svo tók það mig alveg ár að fá að hitta hana, vinkonur hennar pössuðu svo vel upp á hana. Þær hleypa ekkert hvaða vitleysingum sem er að henni,“ segir Bjarni og hlær. Hann stundaði áður enga hreyfingu en nú hlakkar hann til að takast á við hlaupið. Hann undirbýr sig með því að æfa crossfit og hlaupa. „Ég byrjaði að hlaupa milli ljósastaura fyrir fimm árum. Reis upp úr sófanum með ístruna eftir að ég hafði horft á myndband á youtube. Ég sagði að ég gæti ekki verið minni maður, þegar ég sá fimmtugan mann hlaupa með son sinn í hjólastól og taka járnkarlinn,“ segir Bjarni. En skyldi ekki vera erfitt að hlaupa með stólinn? „Þetta er lúmskt, hann bæði letur mig og hvetur mig. En jú, sérstaklega eftir svona sjö kílómetra, þá fer þetta að verða virkilega erfitt,“ viðurkennir Bjarni. Hægt er að heita á þessi mögnuðu hjón á hlaupastyrkur.is undir síðu fsma.is. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra fóru þau Bjarni Sigurðsson og Kristjana Margrét Harðardóttir tíu kílómetra saman en nú er stefnan sett á hálfmaraþon. Bjarni hefur aldrei hlaupið svo langt áður. „Þetta er áskorun sem við ætlum að taka og sigra heiminn,“ segir Bjarni. Til að gera afrekin möguleg fengu þau lánaðan hjólastól hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. „Þetta er sérhannaður léttari stóll en þessir týpísku hjólastólar svo þetta verður skemmtilegt,“ segir Kristjana. Þau hjón hlaupa til styrktar FSMA, sem er stuðningsfélag SMA sjúklinga og fjölskyldna þeirra hér á landi. SMA er meðfæddur taugasjúkdómur sem veldur vöðvarýrnun. Hann er til á fjórum stigum og er stig eitt alvarlegast. Kristjana er með SMA III. „Ég er ekkert rosalega sterk, ég get ekki lyft þungu og ég labba ekki en ég get staðið. Ég labbaði sem krakki og unglingur, þetta gerist allt mjög hægt,“ segir hún. Kristjana bindur vonir við lyf sem er væntanlegt. „Þeir eru byrjaðir í klínískum rannsóknum með lyf og byrjaðir að sprauta í SMA krakka. Þetta lofar góðu og maður er svolítið spenntur,“ segir hún. Bjarni og Kristjana giftu sig árið 2005 en þau kynntust í gegnum sameiginlega vinkonu. „Svo tók það mig alveg ár að fá að hitta hana, vinkonur hennar pössuðu svo vel upp á hana. Þær hleypa ekkert hvaða vitleysingum sem er að henni,“ segir Bjarni og hlær. Hann stundaði áður enga hreyfingu en nú hlakkar hann til að takast á við hlaupið. Hann undirbýr sig með því að æfa crossfit og hlaupa. „Ég byrjaði að hlaupa milli ljósastaura fyrir fimm árum. Reis upp úr sófanum með ístruna eftir að ég hafði horft á myndband á youtube. Ég sagði að ég gæti ekki verið minni maður, þegar ég sá fimmtugan mann hlaupa með son sinn í hjólastól og taka járnkarlinn,“ segir Bjarni. En skyldi ekki vera erfitt að hlaupa með stólinn? „Þetta er lúmskt, hann bæði letur mig og hvetur mig. En jú, sérstaklega eftir svona sjö kílómetra, þá fer þetta að verða virkilega erfitt,“ viðurkennir Bjarni. Hægt er að heita á þessi mögnuðu hjón á hlaupastyrkur.is undir síðu fsma.is.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira