Losa úrgang í sjóinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Búið er að bæta aðstöðuna með því að steypa þröskuld svo auðveldara sé að sturta slóginu fram af bjarginu. mynd/GUðmundur Oddgeirsson Áratuga hefð hefur skapast fyrir því að urða slóg frá að minnsta kosti tveimur fiskverkunum í Þorlákshöfn með því að sturta því fram af bjargbrún skammt við þorpið. Illa gengur að koma í veg fyrir þetta lögbrot þótt Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi reynt það í árafjöld og bæjaryfirvöld hafi einnig ýtt á eftir því að lausn finnist á málinu. Gunnsteinn R. Ómarsson, nýráðinn bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta vera skýrt lögbrot sem ekki verði látið líðast.Ekki fer allt beinustu leið í sjóinn.Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á umhverfis- og mengunarvarnarsviði hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, segir að komið hafi verið á samstarfi við Matís og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands með það fyrir augum að nýta fiskafganginn til að framleiða áburð. Hafi það gengið með ágætum um sinn en svo fór aftur að bera á því að afgangurinn færi fyrir björg. Mikil mávamergð bíður þar máltíðar sinnar og nokkur ummerki um urðunina eru að finna á svæðinu. Hann segir urðunarmál þetta hafa beinst að fyrirtækjunum Auðbjörg og Hafnarnesi. Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar, segir að fyrirtækið sturti ekki niður slóginu. „Við erum ekki að sturta þessu niður en ég veit ekki hvað þeir gera við þetta hjá Íslenska gámafélaginu,“ segir hann og kemur það heim og saman við málflutning Birgis.Fuglinn er ánægður með þennan urðunarmáta.Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir menn þó eitthvað vera að ruglast á fyrirtækjum. „Við gerum þetta ekki og Auðbjörg er ekki í viðskiptum hjá okkur,“ segir hann. Hann segir hins vegar brýna þörf á urðunarstöð á Suðurnesjum. „Það er alveg ljóst að ef uppfylla á allar þær kröfur sem gerðar eru þá verður slík stöð að koma til. Það er ekki hægt að menn verði að keyra jafnvel hundruð kílómetra með nokkur tonn af slógi.“ Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss, segir að það sé heilbrigðiseftirlitsins en ekki bæjaryfirvalda að beita valdi í þessu máli. Hins vegar sé mikilvægast að ráða fram úr vandanum og finna hagkvæma lausn þar sem engin bræðsla sé á svæðinu. Ármann segir að verið sé að vinna með slíka lausn, eins og Birgir gat um, en framkvæmd hennar hafi tekið lengri tíma en vænst hafi verið. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Áratuga hefð hefur skapast fyrir því að urða slóg frá að minnsta kosti tveimur fiskverkunum í Þorlákshöfn með því að sturta því fram af bjargbrún skammt við þorpið. Illa gengur að koma í veg fyrir þetta lögbrot þótt Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi reynt það í árafjöld og bæjaryfirvöld hafi einnig ýtt á eftir því að lausn finnist á málinu. Gunnsteinn R. Ómarsson, nýráðinn bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta vera skýrt lögbrot sem ekki verði látið líðast.Ekki fer allt beinustu leið í sjóinn.Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á umhverfis- og mengunarvarnarsviði hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, segir að komið hafi verið á samstarfi við Matís og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands með það fyrir augum að nýta fiskafganginn til að framleiða áburð. Hafi það gengið með ágætum um sinn en svo fór aftur að bera á því að afgangurinn færi fyrir björg. Mikil mávamergð bíður þar máltíðar sinnar og nokkur ummerki um urðunina eru að finna á svæðinu. Hann segir urðunarmál þetta hafa beinst að fyrirtækjunum Auðbjörg og Hafnarnesi. Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar, segir að fyrirtækið sturti ekki niður slóginu. „Við erum ekki að sturta þessu niður en ég veit ekki hvað þeir gera við þetta hjá Íslenska gámafélaginu,“ segir hann og kemur það heim og saman við málflutning Birgis.Fuglinn er ánægður með þennan urðunarmáta.Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir menn þó eitthvað vera að ruglast á fyrirtækjum. „Við gerum þetta ekki og Auðbjörg er ekki í viðskiptum hjá okkur,“ segir hann. Hann segir hins vegar brýna þörf á urðunarstöð á Suðurnesjum. „Það er alveg ljóst að ef uppfylla á allar þær kröfur sem gerðar eru þá verður slík stöð að koma til. Það er ekki hægt að menn verði að keyra jafnvel hundruð kílómetra með nokkur tonn af slógi.“ Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss, segir að það sé heilbrigðiseftirlitsins en ekki bæjaryfirvalda að beita valdi í þessu máli. Hins vegar sé mikilvægast að ráða fram úr vandanum og finna hagkvæma lausn þar sem engin bræðsla sé á svæðinu. Ármann segir að verið sé að vinna með slíka lausn, eins og Birgir gat um, en framkvæmd hennar hafi tekið lengri tíma en vænst hafi verið.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira