IPA-styrkir settir á ís - Ætlast til þess að viðtökuland stefni að inngöngu Þorgils Jónsson skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Ekki verða undirritaðir fleiri samningar um styrki frá ESB vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu. „Það sem liggur fyrir er að framkvæmdastjórnin ætlar ekki að setja af stað fleiri verkefni,“ segir Kristján Andri Stefánsson sendiherra í samtali við Fréttablaðið, en hann er landstengiliður fyrir Ísland varðandi málefni tengd IPA. „En við höldum hins vegar áfram að ræða við sambandið um þau verkefni sem hafin eru.“ Þau verkefni sem byrjað er á eru þau sem voru á fyrstu landsáætlun af þremur og nema um 1,8 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu viðræðurnar við ESB um framhald þeirra fara fram í seinni hluta næsta mánaðar. Verkefnin sem ekki verður samið um voru á landsáætlun fyrir 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lágu fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. Hvað eru IPA-styrkir? IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Verkefni ársins 2011 voru umsamin að upphæð 1,8 milljarðar króna og flest hafin. Ekki stendur til að hætta við þau, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð, jafnvel þótt hætt verði alfarið við aðildarumsókn Íslands Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Ekki verða undirritaðir fleiri samningar um styrki frá ESB vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu. „Það sem liggur fyrir er að framkvæmdastjórnin ætlar ekki að setja af stað fleiri verkefni,“ segir Kristján Andri Stefánsson sendiherra í samtali við Fréttablaðið, en hann er landstengiliður fyrir Ísland varðandi málefni tengd IPA. „En við höldum hins vegar áfram að ræða við sambandið um þau verkefni sem hafin eru.“ Þau verkefni sem byrjað er á eru þau sem voru á fyrstu landsáætlun af þremur og nema um 1,8 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu viðræðurnar við ESB um framhald þeirra fara fram í seinni hluta næsta mánaðar. Verkefnin sem ekki verður samið um voru á landsáætlun fyrir 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lágu fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. Hvað eru IPA-styrkir? IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Verkefni ársins 2011 voru umsamin að upphæð 1,8 milljarðar króna og flest hafin. Ekki stendur til að hætta við þau, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð, jafnvel þótt hætt verði alfarið við aðildarumsókn Íslands
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira