Geislafræðingar ítreka afstöðu sína í bréfi til forstjóra LSH Hrund Þórsdóttir skrifar 7. ágúst 2013 18:30 Tveir geislafræðingar funduðu með forstjóra Landspítalans á fimmtudaginn til að greina frá afstöðu þeirra varðandi endurráðningu formannsins, Katrínar Sigurðardóttur. „Viðbrögðin voru í raun þau að hún gæti bara sent inn umsókn eins og hver annar geislafræðingur sem hún er núna búin að gera,“ segir Harpa Dís Birgisdóttir, varaformaður Félags geislafræðinga. Harpa segir að um svipað leyti og Katrínu var sagt upp hafi verið auglýst eftir geislafræðingi og undrast að Katrín hafi ekki fengið þá stöðu. Hún segir hópnum misboðið. Í Morgunblaðinu í dag segir Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, að aðeins tveir geislafræðingar hafi sagt endurráðningu Katrínar forsendu þess að þeir sneru aftur til starfa. Harpa segir svör hans skrýtin og var afstaða geislafræðinga ítrekuð í bréfi til forstjórans í morgun. „Þar sem kemur fram að þeir geislafræðingar sem hafi hitt hann á fimmtudaginn síðasta, hafi verið að tala fyrir hönd geislafræðinga, ekki bara fyrir sína hönd,“ segir Harpa. Páll Matthíasson, staðgengill forstjóra Landspítalans,segir spítalann ekki tilbúinn að blanda málefnum einstaklinga inn í kjaraviðræður. „Hins vegar verður umsóknum frá geislafræðingum tekið fegins hendi og þær fá flýtimeðferð. Að sjálfsögðu mun umsókn frá Katrínu, sem er reyndur og öflugur geislafræðingur, fá sömu afgreiðslu,“ segir Páll. Hann segir að staðið hafi verið að uppsögn Katrínar í vor í samráði við lögfræðideild spítalans og ekki standi til að svara bréfi geislafræðinga frá því í morgun. Forsvarsmenn spítalans hafi talið að málið snerist um starfsaðstæður og kjör þeirra. Er ekkert óeðlilegt að formanni félags sem stendur í samningaviðræðum við spítalann sé sagt upp störfum? „Það fer algjörlega eftir því hvernig er að uppsögninni staðið og í þessu tilfelli var um skipulagsbreytingar að ræða sem áttu sér mun lengri aðdraganda en óskir geislafræðinga um nýjan stofnanasamning, þannig að svarið er nei,“ segir Páll. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Tveir geislafræðingar funduðu með forstjóra Landspítalans á fimmtudaginn til að greina frá afstöðu þeirra varðandi endurráðningu formannsins, Katrínar Sigurðardóttur. „Viðbrögðin voru í raun þau að hún gæti bara sent inn umsókn eins og hver annar geislafræðingur sem hún er núna búin að gera,“ segir Harpa Dís Birgisdóttir, varaformaður Félags geislafræðinga. Harpa segir að um svipað leyti og Katrínu var sagt upp hafi verið auglýst eftir geislafræðingi og undrast að Katrín hafi ekki fengið þá stöðu. Hún segir hópnum misboðið. Í Morgunblaðinu í dag segir Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, að aðeins tveir geislafræðingar hafi sagt endurráðningu Katrínar forsendu þess að þeir sneru aftur til starfa. Harpa segir svör hans skrýtin og var afstaða geislafræðinga ítrekuð í bréfi til forstjórans í morgun. „Þar sem kemur fram að þeir geislafræðingar sem hafi hitt hann á fimmtudaginn síðasta, hafi verið að tala fyrir hönd geislafræðinga, ekki bara fyrir sína hönd,“ segir Harpa. Páll Matthíasson, staðgengill forstjóra Landspítalans,segir spítalann ekki tilbúinn að blanda málefnum einstaklinga inn í kjaraviðræður. „Hins vegar verður umsóknum frá geislafræðingum tekið fegins hendi og þær fá flýtimeðferð. Að sjálfsögðu mun umsókn frá Katrínu, sem er reyndur og öflugur geislafræðingur, fá sömu afgreiðslu,“ segir Páll. Hann segir að staðið hafi verið að uppsögn Katrínar í vor í samráði við lögfræðideild spítalans og ekki standi til að svara bréfi geislafræðinga frá því í morgun. Forsvarsmenn spítalans hafi talið að málið snerist um starfsaðstæður og kjör þeirra. Er ekkert óeðlilegt að formanni félags sem stendur í samningaviðræðum við spítalann sé sagt upp störfum? „Það fer algjörlega eftir því hvernig er að uppsögninni staðið og í þessu tilfelli var um skipulagsbreytingar að ræða sem áttu sér mun lengri aðdraganda en óskir geislafræðinga um nýjan stofnanasamning, þannig að svarið er nei,“ segir Páll.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira