"Ríkisstjórnin eins og fíll í glervöruverslun" Boði Logason skrifar 8. ágúst 2013 15:28 "Menn vaða áfram, hugsa ekkert um hvernig þeir ætla að ljúka málum, eða hvaða afleiðingar orð þeirra hafi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook-síðu sinni í dag að ríkisstjórnin sé orðið stærsta efnahagsvandamálið og hún sé eins og fíll í glervöruverslun. Á forsíðu Fréttablaðsins kemur fram að ekki verði undirritaðir fleiri samningar um styrki frá Evrópusambandinu vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. „Þessir styrkir sem eru nú komnir í tvísýnu voru mjög mikilvæg verkefni. Verkefni sem voru víða um land sem fólu í sér mikla lyftistöng fyrir atvinnuþróun á landsbyggðinni, nýsköpun og ný atvinnutæki vítt og breitt um land. Það er auðvitað mjög sárt þegar við glötum tækifærum af þessum toga til að fjölga störfum og auka velsæld vítt og breitt um landið,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir að lánshæfismat landsins sé að lækka vegna þess að ríkisstjórnin segist ætla að gera eitthvað í skuldamálum sem enginn veit hvað er - og hún viti það ekki sjálf. „Lánshæfismatið er líka að lækka vegna lausataka hennar á ríkisfjármálum, þar sem hún er búin að vera lækkka skatta á þá sem best er í færum til að borga þá; útgerðarmenn og samkeppnisgreinar. Og svo núna eru þessar ákvarðanir, um að gera hlé á aðildarviðræðum, að valda því að verkefni sem skipta okkur svo miklu máli eru að stranda vegna þess að ESB vill ekki halda áfram fjármögnun þeirra. Það er erfitt að finna heimatilbúinn efnahagsvanda sem er stærri í sniðum en þessi,“ segir hann.En hvað meinar þú með því að ríkisstjórnin sé eins og fíll í glervöruverslun? „Ef menn vilja ekki neikvæðar afleiðingar á gerðum sínum, þá verða þeir að fara varlega. Það hefur ríkisstjórninni ekki tekist. Hún er búin að boða einhverjar skuldaaðgerðir sem hún veit ekki einu sjálf hverjar eru. Það veldur á lánshæfismati landsins. Hún treystir sér ekki til að takast á við vanda í ríkisfjármálum og eykur á hann þvert á móti - með lækkun á sköttum,“ segir Árni Páll. Og hann heldur áfram. „Svo virðist hún ekki vita hvað hún vilji gera í samskiptum við Evrópusambandið, hún talar um hlé á aðildarviðræðum, en svo er það að koma núna í ljós að yfirlýsingar hennar eru að valda því að ESB treystir sér ekki til að halda áfram með þessi verkefni í atvinnuþróun og uppbyggingu í stjórnkerfi, sem skipta okkur svo miklu máli. Þetta er skilgreining á fíl í glervöruverslun. Menn vaða áfram, hugsa ekkert um hvernig þeir ætla að ljúka málum, eða hvaða afleiðingar orð þeirra hafi,“ segir hann. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook-síðu sinni í dag að ríkisstjórnin sé orðið stærsta efnahagsvandamálið og hún sé eins og fíll í glervöruverslun. Á forsíðu Fréttablaðsins kemur fram að ekki verði undirritaðir fleiri samningar um styrki frá Evrópusambandinu vegna svokallaðra IPA-verkefna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. „Þessir styrkir sem eru nú komnir í tvísýnu voru mjög mikilvæg verkefni. Verkefni sem voru víða um land sem fólu í sér mikla lyftistöng fyrir atvinnuþróun á landsbyggðinni, nýsköpun og ný atvinnutæki vítt og breitt um land. Það er auðvitað mjög sárt þegar við glötum tækifærum af þessum toga til að fjölga störfum og auka velsæld vítt og breitt um landið,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir að lánshæfismat landsins sé að lækka vegna þess að ríkisstjórnin segist ætla að gera eitthvað í skuldamálum sem enginn veit hvað er - og hún viti það ekki sjálf. „Lánshæfismatið er líka að lækka vegna lausataka hennar á ríkisfjármálum, þar sem hún er búin að vera lækkka skatta á þá sem best er í færum til að borga þá; útgerðarmenn og samkeppnisgreinar. Og svo núna eru þessar ákvarðanir, um að gera hlé á aðildarviðræðum, að valda því að verkefni sem skipta okkur svo miklu máli eru að stranda vegna þess að ESB vill ekki halda áfram fjármögnun þeirra. Það er erfitt að finna heimatilbúinn efnahagsvanda sem er stærri í sniðum en þessi,“ segir hann.En hvað meinar þú með því að ríkisstjórnin sé eins og fíll í glervöruverslun? „Ef menn vilja ekki neikvæðar afleiðingar á gerðum sínum, þá verða þeir að fara varlega. Það hefur ríkisstjórninni ekki tekist. Hún er búin að boða einhverjar skuldaaðgerðir sem hún veit ekki einu sjálf hverjar eru. Það veldur á lánshæfismati landsins. Hún treystir sér ekki til að takast á við vanda í ríkisfjármálum og eykur á hann þvert á móti - með lækkun á sköttum,“ segir Árni Páll. Og hann heldur áfram. „Svo virðist hún ekki vita hvað hún vilji gera í samskiptum við Evrópusambandið, hún talar um hlé á aðildarviðræðum, en svo er það að koma núna í ljós að yfirlýsingar hennar eru að valda því að ESB treystir sér ekki til að halda áfram með þessi verkefni í atvinnuþróun og uppbyggingu í stjórnkerfi, sem skipta okkur svo miklu máli. Þetta er skilgreining á fíl í glervöruverslun. Menn vaða áfram, hugsa ekkert um hvernig þeir ætla að ljúka málum, eða hvaða afleiðingar orð þeirra hafi,“ segir hann.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira