Innlent

Undarleg hljóð vöktu áhyggjur

Ungur maður brá sér í bað þar sem hann sofnaði.
Ungur maður brá sér í bað þar sem hann sofnaði. MYND/GETTY
Óskað var eftir aðstoð lögreglu að húsi í Hafnarfirði um kaffileytið í gær. Þar hafði ungur maður brugðið sér í bað, en móðir hans varð áhyggjufull þegar einkennileg hljóð bárust frá baðherberginu.

Hún reyndi að komast þar inn en dyrnar voru læstar og hvorki bank á hurðina né hróp konunnar virtust ná til piltsins. Hún hringdi því í lögregluna.

Tveir lögregluþjónar héldu strax á staðinn en þegar þeir áttu skammt eftir á vettvang bárust þær upplýsingar í talstöðina að hættan væri liðin hjá og málið því leyst.

Eins og stundum áður var einföld skýring á málinu. Pilturinn hafði sofnað í baðinu en hljóðin sem frá því bárust reyndust vera hroturnar í unga manninum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.